Svigrúm skuldara aukið

Ragna Árnadóttir, lengst til hægri, lagði síðdegis fram frumvarp sem ...
Ragna Árnadóttir, lengst til hægri, lagði síðdegis fram frumvarp sem ætlað er að auka svigrúm skuldara. mbl.is/Kristinn

Heimilt verður að fresta nauðungarsölu til loka ágúst 2009 svo að skuldarar fái tækifæri til að endurskipuleggja fjármál sín, samkvæmt frumvarpi sem Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi í dag. Þá verður aðfararfrestur lengdur tímabundið úr fimmtán dögum í fjörutíu daga og heimilt verður að veita einstaklingi þriggja mánaða frest til að leita nauðasamninga eða nýta sér úrræði greiðsluaðlögunar ef krafist hefur verið gjaldþrotaskipta á búi hans.

Með frumvarpi dómsmálaráðherra eru lagðar til breytingar á þrennum lögum, sem ætlað er að bæta stöðu skuldara við gjaldþrotaskipti og frestun á nauðungarsölu svo skuldari fái tækifæri til að endurskipuleggja fjármál sín.

Í fyrsta lagi er lagt til að lögum um aðför verði breytt tímabundið til 1. janúar 2010 þannig að í stað 15 daga aðfararfrests komi 40 dagar.

Í öðru lagi er lagt til að lögum um nauðungarsölu verði breytt þannig að sýslumanni beri að verða við ósk gerðarþola um að fresta fram yfir 31. ágúst 2009, töku ákvörðunar um byrjun uppboðs eða ráðstöfun eignar á almennum markaði ef um ræðir fasteign þar sem gerðarþoli heldur heimili og hefur skráð lögheimili. Hafi þegar verið ákveðin ráðstöfun slíkrar fasteignar skal sýslumaður verða við ósk gerðarþola um að fresta þeim aðgerðum fram yfir 31. ágúst 2009.

Í þriðja lagi er lagt til að lögum um gjaldþrotaskipti verði breytt þannig að gerðarþoli sem sætir beiðni um gjaldþrotaskipti á búi sínu skuli njóta leiðbeininga héraðsdómara um þau úrræði sem honum standi til boða, þ.e. um nauðasamninga og nauðasamninga til greiðsluaðlögunar. Þá er lagt til að frestur sem dómari má veita við meðferð kröfu um gjaldþrotaskipti verði lengdur og geti að hámarki orðið þrír mánuðir.

Jafnframt er lagt til að þegar kröfu er lýst í þrotabú hefjist nýr fyrningarfrestur sem er tvö ár. Hér er um styttingu á fyrningarfresti að ræða frá því sem verið hefur, en hann hefur verið mislangur.

Í frumvarpinu er kveðið á um að ef nauðungarsölu er frestað skuli kröfur, sem trygging er fyrir í viðkomandi eign og tilheyra ríkinu eða stofnun eða fjármálafyrirtæki í eigu þess, ekki bera dráttarvexti til 1. september 2009.

Í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins er bent á að skattakröfur bera ekki aðra vexti en dráttarvexti og með frumvarpinu sé verið að gefa þá eftir að hluta til ákveðins hóps en ekki annarra. Þá er vakin athygli á að þetta ákvæði frumvarpsins geti falið í sér flókna framkvæmd og það virðist mismuna skuldurum eftir því hversu langt mál þeirra eru komin í innheimtu.

Í frumvarpi dómsmálaráðherra er lagt til að skiptastjóri þrotabús geti, ef veðhafar búsins samþykkja, heimilað skuldara að búa áfram í íbúðarhúsnæði í eigu búsins í allt að 12 mánuði. Fyrir þau afnot greiðir skuldari leigu sem nemur a.m.k. þeim kostnaði sem er af eigninni. Það sem umfram er, gengur til greiðslu veðskulda sem á eigninni hvíla. Þessi heimild fellur niður 1. mars 2010, en ákvörðun sem skiptastjóri hefur tekið fyrir þann dag stendur til loka þess tíma sem ákveðinn var.

Frumvarp dómsmálaráðherra

mbl.is

Innlent »

Áfram stormur á morgun

18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

„Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

14:42 Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Háskaleikur ferðamanns vekur óhug

14:35 „Þetta er ekki æskileg ferðahegðun,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, um stutt myndband sem birt hefur verið á YouTube. Meira »

Telja að það vanti 570 hjúkrunarfræðinga

14:04 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Meira »

Sumir útiloka hækkun en ekki aðrir

13:40 Forystumenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til alþingiskosninga tóku misdjúpt í árinni þegar þeir voru spurðir um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á opnum fundi sem Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir í Hörpu í morgun. Sumir útilokuðu hækkun en aðrir treystu sér ekki til þess að segja af eða á. Meira »

Segja upp samningi við ISS um skólamat

13:21 Hafnarfjarðarbær hefur gert munnlegan samning um að hætta viðskiptum við fyrirtækið Skólaask, sem fyr­ir­tækið ISS Ísland rek­ur, um máltíðir fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. Í fréttatilkynningu frá bænum kemur fram að báðir aðilar hafi áhuga á að losna undan samningnum. Meira »

Bærinn borgi fyrir flutning hesthúss

14:01 Eigandi hesthúss á Símonartúni við Eskifjörð hefur óskað eftir því að Fjarðabyggð beri kostnað af flutningi hússins af svæðinu vegna aukinnar hættu á ofanflóðum og aukinnar umferðar um Helgustaðarveg. Meira »

Sigmundur þurfti á salernið

13:36 „Það var væntanlega þannig sem ég lenti í þeirri sérkennilegu stöðu að þurfa að svara blaðamanni New York Times um salernisferðir mínar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Facebook. Meira »

Níu athugasemdir við nýtt fiskeldi

13:03 Frestur til að gera athugasemdir vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri er liðinn. Níu athugasemdir bárust vegna framkvæmdarinnar en Fiskeldi Austfjarða vill hefja tvö þúsund tonna laxeldi á svæðinu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...