Vill Ísland í Evrópusambandið

Bilyana Ilieva Raeva.
Bilyana Ilieva Raeva.

Formaður Íslandsnefndar Evrópuþingsins segist í grein á fréttavef þingsins, styðja heilshugar aðild Íslands að Evrópusambandinu, ákveði Íslendingar að sækja um. Segir formaðurinn m.a. að Íslendingar geti orðið  hernaðarlega mikilvægir bandamenn Evrópusambandsins. Þá geti þeir hugsanlega fengið tímabundna undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB.

Búlgarski Evrópuþingmaðurinn Bilyana Ilieva Raeva fer í greininni yfir þá þróun, sem orðið hefur á viðhorfum Íslendinga til Evrópubandalagsins á undanförnum mánuðum.

Raeva tekur undir með Olli Rehn, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, að Ísland gæti gengið í ESB árið 2011 ef landið sækir um nú, þar sem Íslendingar hafi þegar uppfyllt flest skilyrði gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.

Sjávarútvegsmál kynnu að verða helsti ásteytingarsteinninn en ekki sé útilokað að gera sáttmála um að Ísland fái undanþágu að hluta eða að fullu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, að minnsta kosti yfir eitthvað tímabil. Þá verði einnig að taka tillit til   ómetanlegs framlags Íslands á sviði endurnýjanlegrar orku í Evrópu.

„Sem formaður nefndar Evrópuþingsins um tengslin við Ísland styð ég heilshugar aðild Íslands að ESB. Þetta norræna land er hernaðarlegur bandamaður okkar og aðild landsins að ESB gefur möguleika á að þróa það samband frekar. Aðild myndi einnig styðja við íslenska hagkerfið, sem orðið hefur fyrir miklu áfalli, og landið myndi njóta góðs af einingu Evrópu og efnahagslegum möguleikum," segir  Raeva í greininni.

Grein Bilyana Ilieva Raeva

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert