Gelt og leikið á búsáhöld

Rafmagnshrærivélar, pottar, pönnur og einangrunarrör leika stórt hlutverk í nýju tónverki sem var flutt í Menntaskólanum við Sund í hádeginu. Verkið var tilkomumikið enda samið og flutt undir stjórn þrautreyndra tónlistarmanna. Pétur Júníusson, einn nemenda í fyrsta bekk skólans, sem hafði það hlutverk að gelta í verkinu undir stjórn Ragnhildar Gísladóttur, sagðist ekkert botna í hvað hefði verið á ferðinni. 

Nemendur Menntaskólans við Sund hafi verið að safna fé þesssa dagana til styrktar starfi Barnaheilla í Kambódíu, og hafa í því skyni meðal annars þvegið bíla og fyrirtæki.   Tónverkið sem var samið og flutt í morgun var í sama anda, hjálpræðis, samkenndar og friðar. 

Nemendum til halds og trausts voru listamennirnir Guðni Franzson, Áskell Másson, Þuríður Jónsdóttir, Áki Ákason og Ragnhildur Gísladóttir en í anda Búsáhaldabyltingarinnar komu hljóðfærin víða að. Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Bjarni Guðmann Jónsson: Gott
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert