„Fangaskipti" í kreppunni

Margir Íslendingar sem höfðu tímabundin atvinnuleyfi í Bandaríkjunum eru í þeirri stöðu að þurfa að yfirgefa landið og snúa til Íslands vegna kreppunnar. 

Jonas Moody, bandarískur blaðamaður, lýsti því í MBL sjónvarpi í gær að honum hefði verið neitað um atvinnuleysisbætur eftir atvinnumissi þótt hann hafi búið hér í sex ár. Þá þarf hann að yfirgefa landið nema hann sýni fram á að hann geti framfleytt sér þótt hann sé í sambúð með Íslendingi.  

Páll Þór Pálsson sem er framleiðandi fyrir tölvuleiki í Chicaco og vann fyrir fyrirtækið Midway sem nú er komið í greiðslustöðvun stingur uppá því að það verði höfð „fangaskipti" milli landanna. Jonas Moody fái að vera á Íslandi en hann í Bandaríkjunum. Eftir að hafa búið sig undir að vera í fimm ár í Bandaríkjunum þurfa Páll og fjölskylda hans nú að yfirgefa landið jafnvel innan mánaðar.    
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert