Kaupa ríkisbankarnir veiðileyfi á laun?

Bankarnir hafa verið duglegir undanfarin ár að kaupa veiðleyfi.
Bankarnir hafa verið duglegir undanfarin ár að kaupa veiðleyfi. mbl.is/Einar Falur

Stangaveiðifélag Seyðisfjarðar gekk vasklega fram fyrir fáeinum vikum þegar það krafði bankana um svör við því hvort keypt yrðu laxveiðileyfi næsta sumar á þeirra vegum. Öll svör voru á sama veg; nei, það verður ekki gert. Núna ganga þær sögur fjöllunum hærra að ekki sé allt sem sýnist, að því er fram kemur í nýjasta tölublaði Flugufrétta.

Þar segir að það hafi m.a. spunnist um það umræða á veidi.is að bankarnir séu að kaupa veiðileyfi á laun. Tekið er fram að auðvitað sé hér bara um slúður að ræða en sögusagnirnar séu býsna háværar. Eftirfarandi hafi t.d. verið ritað á spjallsvæði veidi.is í vikunni:

„Sælir félagar, ég var að heyra að bankarnir væru ekki aldeilis hættir að kaupa laxveiðileyfi, bara búnir að breyta ferlinu smá, nú kaupir t.d. „gædinn“ leyfin og sendir bankanum reikning merktan „ráðgjöf“. Þar sem við eigum bankana núna finnst mér okkur koma þetta við.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert