Sveitarstjóra sagt upp

Sigurður Jónsson.
Sigurður Jónsson.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gekk fyrirvaralaust frá starfslokum Sigurðar Jónssonar, sveitarstjóra, í gær. Í Sunnlenska fréttablaðinu kemur fram að blogg sveitarstjórans og ofreiknuð laun höfðu áhrif á brotthvarfið.

Fyrir skemmstu uppgötvaðist að Sigurður Jónsson hefði, frá því að hann tók við embættinu árið 2006, reiknað sér laun útfrá rangri launavísitölu, að sögn Sunnlenska og þar kemur fram að hann hafi grætt milljónir á skekkjunni. „Ég gerði mistök við túlkun á ráðningarsamningi. Ég mun bæta fyrir þau. Það er engin ágreiningur um málið," segir Sigurður í samtali við blaðið.

Í Sunnlenska er þess getið að Sigurður sé einn vinsælasti Moggabloggari landsins og umdeildur sem slíkur. „Það er rétt; hreppsnefndarmenn voru ekki á eitt sáttir við að ég skyldi blogga. Þar að auki hef ég þurft að hreinsa síðuna af persónulegu níði eftir sveitunga mína," segir Sigurður í Sunnlenska fréttablaðinu, og bætir því við að hann ætli ekki að hætta að blogga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert