Stjórnskipuleg óheillaskref

Björn Bjarnason, alþingismaður, segir að Jóhanna Sigurðardóttir hafi árum saman hefur flutt alls kyns stjórnlagatillögur á Alþingi en á þeirri stundu, sem hún sat við að semja allt það tillöguflóð, örugglega ekki haft hugmyndaflug til að ímynda sér, að nokkrum forsætisráðherra dytti í hug að stíga þau stjórnsýslulegu og stjórnskipulegu óheillaskref, sem hún hafi stigið að stuttum ferli sínum í forsætisráðuneytinu.

„Mér þykir skörin vera farin að færast upp í bekkinn, þegar ráðherrar og launaðir ráðgjafar þeirra í stjórnlagafræðum láta eins og ekki þurfi neitt að huga að stjórnarskrá og stjórnskipunarreglum, þegar erlendur ríkisborgari er settur sem seðlabankastjóri til bráðabirgða," segir Björn.

Hann segir að samkvæmt stjórnarskránni skuli  íslenskir ríkisbrogarar skipa íslensk embætti. „Að þetta vefjist fyrir einhverjum er í raun ótrúlegt. Hitt er síðan með ólíkindum, að sú áhætta skuli tekin að ganga gegn þessu ákvæði, þegar seðlabankastjóri á í hlut. Við það vakna spurningar um, hvort ákvarðanir seðlabankastjórans kunni að verða taldar ógildanlegar. Er það brýnast nú að kalla slíka óvissu yfir íslenskt fjármálakerfi?"

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert