Umræðu um stjórnarskrárfrumvarp frestað

Frá Alþingi í dag.
Frá Alþingi í dag. mbl.is/Golli

Umræða stóð til klukkan rúmlega 23 á Alþingi í kvöld um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Fyrsta umræða um frumvarpið hófst á föstudag og átti að halda áfram í gær en ekki varð af því vegna þess hve lokaumræða um séreignasparnað tók langan tíma.

Umræðan hófst á þriðja tímanum í dag og enn voru nokkrir á mælendaskrá þegar umræðunni var frestað í kvöld. 

Allir þingflokkar, aðrir en Sjálfstæðisflokkur, standa að frumvarpinu. Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa gagnrýnt harðlega að til standi að breyta stjórnarskránni án þess að það sé gert í samkomulagi allra flokka. Sjálfstæðismenn hafa einnig gagnrýnt harðlega áform um að boða til stjórnlagaþings, segja það verða afar kostnaðarsamt og jafnframt sé verið að sniðganga Alþingi með því. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert