Hugmynd um lífeyrissjóði án fulltrúa SA ótæk

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Árni Sæberg

„Okkur finnst það ótæk hugmynd. Það eru fyrirtækin sem hafa verið að byggja upp lífeyrissjóðina.“

Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, um þau ummæli Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafiðnaðarsambands Íslands, að endurskoða þurfi kerfið um fulltrúa í lífeyrissjóðum.

Guðmundur er ósáttur við þá gagnrýni sem beinst hefur að verkalýðsfélögum vegna þess sem miður hefur farið hjá lífeyrissjóðum. Segir Guðmundur menn tilbúna að axla ábyrgð sem á þá sé lögð en þá verði þeir sjálfir að fá að kjósa stjórnir lífeyrissjóðanna.

Vilhjálmur bendir á að fyrirtækin og atvinnulífið hafi byggt upplífeyrissjóðina í góðu samstarfi við verkalýðshreyfinguna. „Það er á sameiginlegri ábyrgð atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna að tryggja að peningar séu til þegar þeir sem eiga peninga í sjóðunum þurfa að fá greiðslurnar. Ef það á að rjúfa aðkomu fyrirtækjanna að sjóðunum þá er líka verið að segja að þau beri ekki lengur neina ábyrgð á þeim yfirleitt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert