Önnur stórfelld kannabisræktun upprætt

Kannabisræktun
Kannabisræktun mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gær umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði á Esjumelum. Rúmlega 1.000 plöntur voru í húsnæðinu, þar af voru um 700 sem voru á fyrstu stigum ræktunar. Lögregla telur því að ræktun hafi ekki verið lengi í gangi. Einn maður hefur verið færður til skýrslutöku og standa yfirheyrslur yfir.

Ræktunin var aðeins örfáum húsalengdum frá annarri umfangsmikilli kannabisræktun sem stöðvuð var í fyrrakvöld. Þar var hald lagt á 621  kannabisplöntu, 4,8 kíló af maríjúana og 5 kíló af laufum. Þá voru um 30 lampar teknir. Tveir karlmenn voru handteknir vegna rannsókna rþess máls en þeim hefur verið sleppt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert