Starfsfólk HB Granda fær 13.500 krónur

Formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, fagnar innilega þeirri ákvörðun forsvarsmanna HB Granda að láta áður umsamdar launahækkanir upp á kr. 13.500 koma til framkvæmda. Ljóst er að sú vinna sem Verkalýðsfélag Akraness hefur lagt í þetta mál hefur nú skilað starfsmönnum fyrirtækisins umtalsverðum ávinningi, að því er segir á vef Verkalýðsfélags Akraness.

Fyrr í dag var ákveðið að greiða starfsfólki HB Granda þær launahækkanir sem samið hafði verið um að tækju gildi 1. mars áður en aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um að fresta þeim.  

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness vill skora á fyrirtæki sem eru vel sett að taka ákvörðun forsvarsmanna HB Granda til fyrirmyndar og láta áður umsamdar launahækkanir taka gildi strax, enda var tilgangur Verkalýðsfélags Akraness í þessu máli einvörðungu sá að bæta kjör síns fólks.

Sjá nánar á vef Verkalýðsfélags Akraness

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert