Vill endurskoðun á lífeyriskerfinu

Helgi Vilhjálmsson, sem jafnan er kenndur við Góu, stendur fyrir undirskriftasöfnun á netinu og krefst þess að lífeyrissjóðakerfið verði endurskoðað. 

Í tilkynningu frá Helga segir, að hann hafi lengi barist fyrir umbótum í
lífeyrissjóðakerfinu sem miði að því að fé sjóðanna sé ávallt nýtt í þágu þeirra sem greiða í þá en ekki til áhættufjárfestinga og bruðls
innan hóps fárra tengdra einstaklinga.

Helgi mun  afhenda Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, listann með undirskriftunum.

Vefsíða undirskriftasöfnunarinnar


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert