26 sjálfstæðismenn á mælendaskrá

Frá fundi Alþingis.
Frá fundi Alþingis. mbl.is/Kristinn.

Önnur umræða um frumvarp til stjórnskipunarlaga stendur enn yfir á Alþingi.  26 eru á mælendaskrá, allt þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Nú stendur yfir umræða um fundarstjórn forseta en sjálfstæðismenn vilja að forsætisráðherra og aðrir leiðtogar stjórnarflokkanna séu í þingsalnum en ella eigi að slíta fundi og halda umræðunni áfram á morgun.

Fram kom að til stæði að halda umræðunni áfram eitthvað fram yfir miðnætti en að henni yrði ekki lokið í nótt.

Umræðan hófst eftir hádegið í dag en á undan fór fram löng umræða um fundarstjórn forseta þar sem sjálfstæðismenn hvöttu til þess, að önnur og mikilvægari mál yrðu tekin á dagskrá en stjórnarskrárfrumvarpið yrði látið bíða. Þingmenn annarra flokka sögðu hins vegar, að stjórnarskrármálið væri afar mikilvægt mál, sem nauðsynlegt væri að afgreiða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert