ESB gagnrýnir makrílveiðar Íslands

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sagði í dag að áform Íslendinga um makrílveiðar brjóti í bága við alþjóðasamninga, sem ætlað er að vernda ofveidda fiskistofna.

Í yfirlýsingu, sem Reutersfréttastofan vísar til, segir framkvæmdastjórnin að Íslendingar hafi lítið sem ekkert veitt makríl fyrr en á síðustu tveimur árum. Nú hafi landið ákveðið einhliða 119 þúsund lesta veiðikvóta fyrir íslensk skip. 

Þessi kvóti muni gera að engu þá uppbyggingu, verið hafi á makrílstofninum að undanförnu og grafa undan verndunarmarkmiðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert