Í athugun að óperan nýti tónlistarhúsið meira

Í athugun er að Íslenska Óperan verði með aðsetur í Tónlistarhúsinu og nýti sali þess til óperusýninga meira heldur en áður var áformað.

Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar í málinu, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Austurhafnar. Þar segir að væntanlega yrði um góða bráðbirgðalausn að ræða þar til óperuhús verður reist á Íslandi.

Meirihluti stjórnar Íslensku óperunnar, þau Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður, Helga Lára Guðmundsdóttir og
Tómas H. Heiðar, heimsótti byggingarstað Tónlistar- og ráðstefnuhússins í dag og skoðuðu sali hússins, ásamt Ríkharði Kristjánssyni hönnunarstjóra og Stefáni Hermannssyni, framkvæmdastjóra Austurhafnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert