Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun

„Fyrstu þrjá mánuði ársins hafa yfir eitt þúsund manns sótt um greiðsluaðlögun til Íbúðalánasjóðs og þeim á eftir að fjölga,“ sagði Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur í Sprengisandi á Bylgjunni.

Tryggvi Þór sagði að umsóknum fjölgaði ört og þegar frystingu lána lyki á næstu vikum og mánuðum kæmi vandi heimilanna fyrst í ljós. Hann vísaði í greinargerð með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um greiðsluaðlögun en þar segir að 100 til 200 manns gætu þurft á úrræðinu að halda.

Tryggvi Þór var ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Ólínu Þorvarðardóttur að ræða tillögur um svokallaða niðurfærsluleið eða afskriftir skulda heimilanna upp á 20% eða þar um bil.

Í brýnu sló milli Ólínu Þorvarðardóttur annars vegar og Tryggva Þórs og Sigmundar Davíðs hins vegar. Ólína sagði að það væru augljós tengsl milli þeirra sem héldu hugmyndinni um 20% afskriftir skulda heimilanna á lofti og fjármálafyrirtækja og stórfyrirtækja sem myndu hagnast á slíkri aðgerð. Þegar á hana var gengið tiltók Ólína að augljós tengsl væru á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og Kögunar.

Sigmundur Davíð brást ókvæða við sagðist ekki sitja undir slíkum ásökunum. Hann neitaði því að nokkur tengsl væru þarna á milli og sagði Kögun í eigu Teymis sem væri og hefði verið um nokkurn tíma eitt af Baugsfyrirtækjunum.

mynd/bb.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert