Semja siðareglur fyrir ráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna. mbl.is/Golli

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra hefur  skipað starfshóp sem ætlað er að semja drög að siðareglum fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Ber hópnum að hafa hliðsjón af sambærilegum siðareglum sem settar hafa verið í nágrannalöndum Íslands sem og nýsamþykktum reglum forsætisnefndar Alþingis um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings.

Skal starfshópurinn jafnframt semja drög að siðareglum fyrir embættismenn og aðra starfsmenn stjórnsýslu ríkisins. Hópnum ber að vinna í samráði við stéttarfélög starfsmanna er starfa innan stjórnsýslu ríkisins og skal vinna hans m.a. byggja á viðmiðum um góða starfshætti ríkisstarfsmanna sem fjármálaráðuneytið gaf út 24. janúar 2006 og leiðbeiningum Evrópuráðsins og OECD um þetta efni.

Starfshópinn skipa: Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, formaður, Halldóra Friðjónsdóttir, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu og Jón Ólafsson, prófessor og deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst. Starfshópnum er ætlað að skila tillögum sínum til forsætisráðherra eigi síðar en 15. september nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert