Skuld RÚV breytt í hlutafé

Útvarpshúsið við Efstaleiti.
Útvarpshúsið við Efstaleiti. mbl.is

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að breyta skuld Ríkisútvarpsins við ríkissjóð upp á tæpar 563 milljónir króna í hlutafé. Um áramót var eigið fé RÚV neikvætt um 361 milljón króna en þegar Ríkisútvarpið ohf. var stofnað 1. apríl 2007 var eigið fé þess 879 milljónir króna en skuldir voru 4.979 milljónir króna. 

Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. mun, samkvæmt samningi milli félagsins og menntamálaráðherra, endurskoða áætlanir um rekstur félagsins og gera ráðstafanir með það að markmiði að ná jafnvægi í rekstri á árunum 2009 og 2010. Þá verði leitast við að hagræðingaraðgerðir leiði ekki til frekari uppsagna starfsmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert