Tími nagladekkjanna liðinn

Tími nagladekkjanna er liðinn og lögreglan hefur leyfi til að sekta ökumenn fyrir notkun á nagladekkjum eftir daginn í dag. Á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar kemur fram að dregið hefur úr notkun nagladekkja á milli ára en 42% bifreiða í Reykjavík voru á nagladekkjum í marsmánuði. Árið 2008 töldust 44% bifreiða á nöglum. Í mars árið 2001 voru hins vegar 67% bifreiða á nöglum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert