Radisson SAS verður Radisson Blu

Radisson Blu Hótel Saga.
Radisson Blu Hótel Saga.

Radisson SAS hótelin mun hér eftir heita Radisson Blu. Á Íslandi á nafnabreytingin við um Hótel Sögu við Hagatorg og 1919 Hótel
við Pósthússtræti sem heita eftir breytingu Radisson Blu Hótel Saga og
Radisson Blu 1919 Hótel. 

Símsvörum hótelanna hefur þegar verið breytt og
nýr vefur Radisson Blu, www.radissonblu.com, opnaður í vikunni. Merkingum, netföngum og skiltum verður breytt smátt og smátt og áætlað er að þeim breytingum ljúki í lok ársins.

Radisson SAS varð til árið 1994 þegar SAS International Hotels og
Radisson í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku sameinuðust. Breyttar áherslur innan SAS Group urðu til þess að stjórnendur þess ákváðu að selja hlut fyrirtækisins í eignarhaldsfélaginu Rezidor SAS. Í beinu framhaldi var hlutafélagið Rezidor Hotel Group stofnað og skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. Rezidor Hotel Group rekur nú yfir 360 hótel í 55 löndum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert