Mikilvægt að draga úr bótasvikum

Merki Tryggingastofnunar.
Merki Tryggingastofnunar. mbl.is/ÞÖK

Háar fjárhæðir geta sparast ef hægt er að draga úr bóta- og tryggingasvikum. Fram kemur á vef Tryggingastofnunar að það sé mikilvægt að vekja ráðamenn og almenning til umhugsunar um hættuna sem stafi af svikum og finna úrræði til að sporna við þeim.     

Þá segir að á undanförnum árum hafi norrænar þjóðir lagt aukna áherslu á eftirlit með slíkum svikum. Bótasvik felist sérstaklega í rangri skráningu búsetu og hjúskapar og rangri upplýsingagjöf frá bótaþega sem leiði til rangra bótagreiðslna. Bótasvik grafi undan velferðarkerfinu og trausti almennings á því að skattfé sé vel varið. 

Ein leið til að þétta það mikilvæga öryggisnet sem almannatryggingakerfið er að herða eftirlit og draga úr svikum.

Um þetta var rætt á fundi yfirmanna eftirlitsdeilda tryggingastofnanna Norðurlandanna, en fundurinn fór nýverið fram í Reykjavík. Rædd voru sameiginleg vandamál og hugsanlegar lausnir á þeim auk þess sem farið var yfir hvernig bæta mætti samstarf milli þjóðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert