Ráðherra féll af þingi

Kolbrún Halldórsdóttir.
Kolbrún Halldórsdóttir. Steinar Hugi

Einn af ráðherrum núverandi ríkisstjórnar náði ekki kjöri á Alþingi, en það er Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra, en hún var í þriðja sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík - suður. Flokkurinn fékk tvo þingmenn í kjördæminu, en þrjá í Reykjavík - suður.

Kolbrún hefur setið á þingi frá árinu 1999 þegar VG fékk fyrst kjörna menn á þing. Hún var skipuð umhverfisráðherra þegar ríkisstjórn VG og Samfylkingar tók við völdum í vetur.

 Þá féll formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, Arnbjörg Sveinsdóttir, út af þingi. Arnbjörg var í 3. sæti listans í Norð-austurkjördæmi, en flokkurinn fékk aðeins 17,5% fylgi í kjördæminu og tvo menn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert