Prestastefna 2009 hefst á morgun

Biskup Íslands flytur synodusræðu í Kópavogskirkju kl. 21.00 annað kvöld
Biskup Íslands flytur synodusræðu í Kópavogskirkju kl. 21.00 annað kvöld mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Prestastefna hefst með messu í Kópavogskirkju á morgun kl. 18.00. Sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir sóknarprestur í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli predikar. Biskup Íslands flytur synodusræðu í Kópavogskirkju kl. 21.00.

Á dagskrá prestastefnu eru tvö meginefni. Annað er umræða um stöðu samfélags og kirkju út frá umræðu í þjóðfélaginu um endurmat á öllum sviðum og nýja framtíðarsýn. Meðal frummælenda eru Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ sem fjallar um endurskoðun stjórnarskrár, Salvör Nordal, siðfræðingur, sem ræðir um endurmat hugsunar og siða og dr. Kristinn Ólason, rektor, sem ræðir um endurmat menningar.

Þá mun forseti Kirkjuþings, Pétur Kr. Hafstein fjalla um lagaumgjörð Þjóðkirkjunnar og prestarnir, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson um boðun kirkjunnar og sr. Guðrún Karlsdóttir um þjónustu kirkjunnar.

Síðara meginefni kirkjuþings eru samþykktir um innri málefni Þjóðkirkjunnar, sem einnig voru ræddar á síðustu prestastefnu.

Prestastefnu lýkur kl. 16.00 á fimmtudag með messu í Kópavogskirkju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert