Líklega farið fram á gæsluvarðhald

Enn hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um það hvort farið verði fram á gæsluvarðhalsúrskurð yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri og einni konu um tvítugt, sem játað hafa að hafa skipulagt húsbrot og rán á heimili aldraðra hjóna við Mávanes á Arnarnesi seint á laugardagskvöld.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík er þó líklegt að farið verði fram á gæsluvarðhaldsúrskurð í hádeginu í dag.

 Játningar liggja fyrir í málinu og telst það upplýst. Mennirnir hafa hins vegar áður gerst sekir um ofbeldis- og fíkniefnabrot og ef farið verður fram á  gæluvarðhaldsúrskurð yfir þeim verður það gert á grundvelli almannahagsmuna vegna þess hversu alvarleg árásin var.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert