Bæturnar misnotaðar

mbl.is/Ómar

Vinnumálastofnun hyggst á næstunni herða eftirlit með misnotkun atvinnuleysisbóta. Að sögn Gissurar Péturssonar forstjóra hefur stofnunin fengið fjölmargar ábendingar um misnotkun að undanförnu.

Nú eru um 18 þúsund manns á atvinnuleysisskrá og margir þeirra hafa freistast til að misnota kerfið en til þess eru margar leiðir.

Ein leiðin er að senda einhvern annan fyrir sig þegar viðkomandi er boðaður á fund til þess að staðfesta að hann sé atvinnulaus. Mörg dæmi eru um slíkt, að sögn Gissurar. Nokkrir útlendingar, sem farnir eru til síns heimalands, hafa reynt að blekkja Vinnumálastofnun með þessum hætti. Hafa þeir sent vini sína, sem staddir eru á Íslandi, í sinn stað. Til að sporna við þessum svikum er farið að krefja fólk um persónuskilríki þegar það kemur í viðtöl.

Þá hafa 50-60 manns verið sviptir atvinnuleysisbótum á síðustu vikum vegna þess að þeir mættu ekki í atvinnuviðtöl.

Í kjölfar þess að atvinnuleyisskráin var samkeyrð við nemendaskrár háskólanna voru 20 manns sviptir bótum. Þá hafa fjölmargar ábendingar borist um að atvinnulausir stundi svarta vinnu og hefur slíkum málum verið vísað til skattyfirvalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert