Kröfugangan lögð af stað

Göngumenn bíða á Hlemmi eftir að geta lagt af stað.
Göngumenn bíða á Hlemmi eftir að geta lagt af stað. mbl.is/GSH

Kröfuganga verkalýðsins er farin af stað frá Hlemmi í átt niður að Austurvelli. Hundruð fólks eru í göngunni og áður en hún fór af stað flutti hljómsveit Sigtryggs Baldurssonar slagverkstónlist í anda búsáhaldabyltingarinnar.

Gangan er að mestu hefðbundin 1. maí kröfuganga en þó ber svo til að nú taka grímuklædd ungmenni einnig þátt í göngunni og bera svarta fána. Einnig má sjá hælisleitendur í göngunni, en nokkuð hefur borið á þeim í fréttum að undanförnu. En einn þeirra er m.a. í hungurverkfalli til að berjast fyrir rétti sínum. Getur þar meðal annars að líta skilti sem á stendur „Brottvísun er morð“ (e. Deportation is murder) og vísar til þess að flestum hælisleitendum er vísað úr landi.

Ræðuhöld taka við þegar komið verður niður á Ingólfstorg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert