Standi vörð um fjárhag leikhúsa

Úr Úlfhamssögu í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
Úr Úlfhamssögu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Kristinn Ingvarsson

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga ályktaði í dag um að á þeim miklu óvissutímum sem nú eru sé leikhúsið eitt sterkasta tæki sem völ er á til að rækta samlíðan fólks og hæfileika þess til að setja sig í spor annarra. Skilja sálirnar og samfélagið og sannfærast um möguleikana til nýsköpunar og endurreisnar.

Í ályktuninni segir einnig: „Bandalag íslenskra leikfélaga skorar á stjórnvöld að standa vörð um fjárhagsgrundvöll starfsemi áhugaleikfélaganna. Á móti heita leikfélögin því að halda áfram sínu metnaðarfulla starfi, landi og þjóð til gleði og hagsbóta,“ segir í ályktuninni.

Öflug og fjölbreytt starfsemi íslenskra áhugaleikfélaga er sú grasrót sem leiklistarlíf þjóðarinnar sækir næringu sína í. Mikilvægi starfseminnar fyrir blómlega menningu um landið allt verður ekki dregið í efa. Fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum og stöðum þjóðfélagsins sækir í leiklistarstarfið farveg fyrir listræna hæfileika sína, vaxa að trú á eigin getu og finna á eigin skinni hvernig einbeitt vinna að sameiginlegu marki skilar árangri.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka