Dansað af lífi og sál

Mikil gleði ríkti á skólalóð Lauganesskóla í hádeginu þegar fjöldi barna þusti út til að dansa undir handleiðslu Níels Hafsteinssonar danskennara.

Níels hefur kennt dans í þrjátíu ár en í vetur kenndi hann 407 nemendum skólans sporin. Hann segir engan vafa leika á því að dansinn hafi góð áhrif á nemendur og sá sem kunni ekki að dansa verði alltaf utangátta og til hliðar í þjóðfélaginu. Níels segir börnin öll efni í góða dansara og þau nutu sín svo sannarlega á leikvellinum. Sigríður Heiða Bragadóttir skólastjóri segir langa hefð fyrir danskennslu í skólanum en hún er ókeypis. Þrisvar í viku geta nemendur á aldrinum 6 til 11 ára valið milli þess að dansa eða leika sér úti í frímínútum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert