Auglýsing í bága við siðareglur

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Blaðaauglýsing Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, þar sem birt var mynd af Steingrími J. Sigfússyni, brýtur í bága við siðareglur Samband íslenskra auglýsingastofa, samkvæmt niðurstöðu síðanefndar SÍA.

Vinstrihreyfingin grænt framboð kærði auglýsinguna til siðanefndar 21. apríl s.l. Í kærunni kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hafi birt blaðaauglýsingu í fjölmörgum svæðismiðlum kjördæmisins. Í auglýsingunni er birt mynd af fjármálaráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, án leyfis að mati VG. Það sé brot á 8 grein siðareglna SÍA.

„8. gr. siðareglna SÍA er hugsuð til að vernda einkalíf fólks og persónu þess fyrir óheimilli notkun í hefðbundnum auglýsingum, ekki verja ráðamenn þjóðarinnar fyrir gagnrýni,“ segir í greinargerð Agnars Tr. Lemacks, framkvæmdastjóra auglýsingastofunnar Jónsson & Lemacks, sem vann auglýsinguna fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminum.

Tilraun til ritskoðunar

„Það var ekki verið að nota Steingrím J. Sigfússon til að selja Coca-Cola. Það var verið að upplýsa fólk um tvöfalda afstöðu hans og flokks hans til stærsta máls kosninganna. Kosningaauglýsingar eru ekki hefðbundnar auglýsingar, þær eru t.d. aldrei merktar auglýsingastofu. Þær eru hluti af mikilvægu lýðræðislegu ferli og hafa þann tilgang að koma mikilvægum upplýsingum um stefnu frambjóðenda og stjórnmálaflokka til skila. Allar tilraunir ráðamanna til að koma í veg fyrir málefnalegar auglýsingar um sjálfa sig eru þar af leiðandi ekkert annað en tilraun til ritskoðunar og aðför að málfrelsi og lýðræði. Í opnu lýðræðisþjóðfélagi þurfa ráðamenn að þola gagnrýni og átök um sig og stefnu sína,“ segir í greinargerðinni.

Í auglýsingunni var vitnað í ummæli formanns VG og fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, þar sem hann sagði aðspurður um aðildarviðræður við ESB og komandi stjórnarsamstarf: „Við skulum sjá til.“

Á þetta féllst siðanefndin ekki. Hún telur ekki heimilt að nota mynd af opinberri persónu í auglýsingaskyni án leyfis. Skiptir ekki máli að myndin sé aðgengileg í prentlausn á heimasíðu Alþingis, þaðan sem hún er fengin. „Nefndin telur ljóst að 8. greinin eigi ekki aðeins við um auglýsingar á vöru og þjónustu heldur einnig framboðsauglýsingar.“

 Í 8 gr. siðareglanna segir: „Grundvallarhugmyndir siðareglnanna eru, að allar auglýsingar skulu vera löglegar, siðlegar, heiðarlegar og segja sannleikann. Auglýsing skal samin með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og þess að gætt að viðteknum hefðum um sanngirni í samkeppni sé fylgt.“

Mörg fordæmi

Agnar Tr. Lemacks segir mörg fordæmi fyrir myndbirtingu af þessu tagi: „ T.d. dreifði VG barmmerkjum með skrumskældri mynd af formanni Sjálfstæðisflokksins meðan á nýliðinni kosningabaráttu stóð. Það hefur VG gert áður með öðrum leiðtogum Sjálfstæðisflokksins. Engar athugasemdir voru gerðar við það vegna þess að slíkt er einfaldlega hluti af því sem stjórnmálamenn verða að bera.

Þá má nefna sem dæmi fræga auglýsingu Samfylkingarinnar frá árinu 2003 þegar birt var opnuauglýsing í dagblöðum landsins með mynd af öllum forsætisráðherrum þjóðarinnar frá upphafi og í lok auglýsingarinnar var mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Markmiðið var að vekja athygli á að hún yrði fyrsti íslenski kven-forsætisráðherrann ef hún hlyti kosningu.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rán framið á Subway-stað

Í gær, 23:59 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem rændi skyndibitastaðinn Subway í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Manninum tókst að hafa einhverja fjármuni á brott með sér samkvæmt frétt Vísir.is en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu mikið. Meira »

Sakar lögreglu um ómannúðlega meðferð

Í gær, 23:34 „Ég er reið og döpur að horfa upp á svona meðferð á fólki, brot á mannréttindum og meðalhófsreglu. Er það svona sem við viljum koma fram við fólk sem annað hvort er á leið hingað eða kemur hér við á leið sinni að betra lífi eða skjóli?“ Meira »

Mun dansa á meðan fæturnir leyfa

Í gær, 22:26 Nanna Ósk Jónsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur og viðurkenndur stjórnarmaður sem hefur brennandi ástríðu fyrir dansi. Hún stofnaði dansskólann DanceCenter Reykjavík sem notið hefur mikilla vinsælda og segir Nanna að mikið forvarnargildi felist í dansi. Meira »

Forsetinn hleypur fyrir PIETA

Í gær, 22:08 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings PIETA Ísland, félags sem hyggst bjóða upp á úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. Meira »

Spilaði í eigin brúðkaupi

Í gær, 21:59 Brúðgumi ákvað að koma brúður á óvart þegar þau gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum en hann frumflutti frumsamið lag, til konu sinnar, í athöfninni. Meira »

„Ég ætla að vera rödd fólksins“

Í gær, 21:45 Kjartan Theodórsson er ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að búa í tjaldi eftir að hafa misst húsnæði en hann er örugglega sá fyrsti til að skrásetja líf sitt á götunni á Snapchat og vekja með því athygli á því sem ábótavant sé í húsnæðismálum. Meira »

„Ég hleyp fyrir frið“

Í gær, 21:13 „Það skiptir ekki máli hvar þú fæðist. Þó ég hafi fæðst annars staðar í heiminum þá bý ég hér núna og Ísland er heimili mitt,“ segir hinn íranski Majid Zarei sem hefur búið hér á landi í rúmt ár. Majid mun á morgun hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Amnesty International. Meira »

Fiskidagurinn „litli“ á Mörk

Í gær, 21:29 „Þetta er gert með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem haldinn var í blíðviðri um síðustu helgi þar. Við fengum sent efni í fiskisúpu og borgara ásamt blöðrum og fánum til að halda partí,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar í Reykjavík. Meira »

„Aldrei verið í betra formi“

Í gær, 20:45 Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason leikur tennisstjörnuna Björn Borg í nýju kvikmyndinni Borg/McEnroe sem segir frá einvígi þeirra kappa árið 1980, en bandaríski leikarinn Shia Labeouf leikur hinn skapstóra McEnroe. Myndin verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Toronto í byrjun september. Meira »

113 nemendur útskrifast á árinu

Í gær, 20:44 Ellefu nemendur útskrifuðust af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis í dag. Alls hafa 113 nemendur útskrifast á árinu og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið. Meira »

Fengu þrastarunga í fóstur

Í gær, 20:36 Fjölskylda í Grafarholti eignaðist heldur óvenjulegt gæludýr þegar hún fann hjálparvana þrastarunga úti í skógi sem hún tók að sér. Meira »

„Við töpum viku á þessu“

Í gær, 20:27 „Þetta er náttúrulega töluverður viðbótarkostnaður, en við förum nú í það að sjá hvaða svigrúm við höfum og hvort við getum fengið frekari stuðning,“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn forsvarsmanna verkefnisins í Surtsey, en borhola verkefnisins féll saman í fyrradag. Meira »

Veggurinn bæti öryggi gangandi og hjólandi

Í gær, 20:13 Veggir sitthvoru megin Miklubrautar við Klambratún eru settir upp til að bæta hljóðvist og umhverfigæði íbúa við Miklubraut og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

Í gær, 19:50 Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

Vann tæpa 5,9 milljarða

Í gær, 19:17 Heppinn lottóspilari er tæplega 5,9 milljörðum króna ríkari eftir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í Noregi. Meira »

Tekinn á 162 km/klst hraða

Í gær, 19:56 Fjöldi ökumanna var tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra síðastliðna viku. Þannig voru 152 ökumenn kærðir fyrir þær sakir en sá sem var mest að flýta sér var mældur á 162 km/klst á leiðinni á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Meira »

„Við erum í bullandi góðæri“

Í gær, 19:29 Margt þykir líkt með árunum 2007 og 2017 en það er líka margt sem skilur árin tvö að. Þannig helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra, verðbólga er lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður einkum vegna ferðaþjónustunnar og sé húsnæði tekið út fyrir sviga er almenn verðhjöðnun á Íslandi. Meira »

Auglýsir eftir starfsfólki á Facebook

Í gær, 19:03 Leikskólastjóri á leikskólanum Baug í Kórahverfinu í Kópavoginum hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir starfsfólki í Facebook-hópum vegna manneklu, en illa hefur gengið að fá starfsfólk í vinnu þar, líkt og víða annars staðar. Meira »
Hitakútar
Amerísk gæða framleiðsla. 30-450 lítrar. umboðsmenn um land allt. Rafvörur, Dal...
Þurrkari
...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...