Auglýsing í bága við siðareglur

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Blaðaauglýsing Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, þar sem birt var mynd af Steingrími J. Sigfússyni, brýtur í bága við siðareglur Samband íslenskra auglýsingastofa, samkvæmt niðurstöðu síðanefndar SÍA.

Vinstrihreyfingin grænt framboð kærði auglýsinguna til siðanefndar 21. apríl s.l. Í kærunni kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hafi birt blaðaauglýsingu í fjölmörgum svæðismiðlum kjördæmisins. Í auglýsingunni er birt mynd af fjármálaráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, án leyfis að mati VG. Það sé brot á 8 grein siðareglna SÍA.

„8. gr. siðareglna SÍA er hugsuð til að vernda einkalíf fólks og persónu þess fyrir óheimilli notkun í hefðbundnum auglýsingum, ekki verja ráðamenn þjóðarinnar fyrir gagnrýni,“ segir í greinargerð Agnars Tr. Lemacks, framkvæmdastjóra auglýsingastofunnar Jónsson & Lemacks, sem vann auglýsinguna fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminum.

Tilraun til ritskoðunar

„Það var ekki verið að nota Steingrím J. Sigfússon til að selja Coca-Cola. Það var verið að upplýsa fólk um tvöfalda afstöðu hans og flokks hans til stærsta máls kosninganna. Kosningaauglýsingar eru ekki hefðbundnar auglýsingar, þær eru t.d. aldrei merktar auglýsingastofu. Þær eru hluti af mikilvægu lýðræðislegu ferli og hafa þann tilgang að koma mikilvægum upplýsingum um stefnu frambjóðenda og stjórnmálaflokka til skila. Allar tilraunir ráðamanna til að koma í veg fyrir málefnalegar auglýsingar um sjálfa sig eru þar af leiðandi ekkert annað en tilraun til ritskoðunar og aðför að málfrelsi og lýðræði. Í opnu lýðræðisþjóðfélagi þurfa ráðamenn að þola gagnrýni og átök um sig og stefnu sína,“ segir í greinargerðinni.

Í auglýsingunni var vitnað í ummæli formanns VG og fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, þar sem hann sagði aðspurður um aðildarviðræður við ESB og komandi stjórnarsamstarf: „Við skulum sjá til.“

Á þetta féllst siðanefndin ekki. Hún telur ekki heimilt að nota mynd af opinberri persónu í auglýsingaskyni án leyfis. Skiptir ekki máli að myndin sé aðgengileg í prentlausn á heimasíðu Alþingis, þaðan sem hún er fengin. „Nefndin telur ljóst að 8. greinin eigi ekki aðeins við um auglýsingar á vöru og þjónustu heldur einnig framboðsauglýsingar.“

 Í 8 gr. siðareglanna segir: „Grundvallarhugmyndir siðareglnanna eru, að allar auglýsingar skulu vera löglegar, siðlegar, heiðarlegar og segja sannleikann. Auglýsing skal samin með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og þess að gætt að viðteknum hefðum um sanngirni í samkeppni sé fylgt.“

Mörg fordæmi

Agnar Tr. Lemacks segir mörg fordæmi fyrir myndbirtingu af þessu tagi: „ T.d. dreifði VG barmmerkjum með skrumskældri mynd af formanni Sjálfstæðisflokksins meðan á nýliðinni kosningabaráttu stóð. Það hefur VG gert áður með öðrum leiðtogum Sjálfstæðisflokksins. Engar athugasemdir voru gerðar við það vegna þess að slíkt er einfaldlega hluti af því sem stjórnmálamenn verða að bera.

Þá má nefna sem dæmi fræga auglýsingu Samfylkingarinnar frá árinu 2003 þegar birt var opnuauglýsing í dagblöðum landsins með mynd af öllum forsætisráðherrum þjóðarinnar frá upphafi og í lok auglýsingarinnar var mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Markmiðið var að vekja athygli á að hún yrði fyrsti íslenski kven-forsætisráðherrann ef hún hlyti kosningu.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Forstjóri Landsvirkjunar í falsfréttum

14:31 Hörður Arnarson, forstjóri Lansdvirkjunar, kemur fyrir í falsfrétt sem er í dreifingu á Facebook þar sem honum eru eignuð upplogin ummæli um að „þúsundir Íslendinga séu að segja upp störfum“ og að ríkisstjórnin hafi aldrei verið hræddari. Meira »

Vantar nauðsynlega O mínus blóð

14:09 Blóðbankinn auglýsir í dag eftir því að hann vanti nauðsynlega að fá inn tólf O mínus blóðgjafa í dag, en vöntun er á slíku blóði. Aðeins einn í þeim blóðflokki hefur komið í dag. Meira »

Loforðin lýsa vanda stjórnmálanna

13:43 „Það er sérstakur kapítuli að loforðastraumur stjórnmálaflokka þessa dagana getur falið í sér allt að 100 milljarða árleg aukin útgjöld án þess að hugað sé að fjármögnun þeirra,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins á opnum fundi SA sem fram fór í Hörpu í morgun. Meira »

„Nenni ekki að sitja undir svona bulli“

12:02 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gekk af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar hann fékk svar við spurningu sinni til lögmanns Stundarinnar, Sigríðar Rutar Júlíusdóttur. Meira »

Telur um embættisafglöp að ræða

11:49 „Í raun og veru er um að ræða aðför að lýðræðinu. Það er stóralvarlegt mál og ekki hægt að gera of lítið úr því,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Meira »

Lögbannið verði ekki fordæmisgefandi

11:38 Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af því hversu víðtækt lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er gagnvart fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Varaformaður Gagnsæis óttast að lögbannið verði fordæmisgefandi. Meira »

Undrandi á ummælum Þorgerðar

11:13 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kveðst hafa verið undrandi á ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á fundi um menntamál sem haldinn var í gærkvöldi. Meira »

Ítrekað tekinn við ölvunar- og fíkniefnaakstur

11:33 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann á þrítugsaldri til að sæta fangelsi í 75 daga og svipti hann ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa verið ekið fjórum sinnum réttindalaus undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Krefjast gagna frá sýslumanni

10:52 Þrír fulltrúar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafa krafist þess að nefndin fái afhent öll gögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins á Stundina og Reykjavík Media. Meira »

Ráku út hústökufólk í Kópavogi

10:49 Lögreglan hafði afskipti af tveimur karlmönnum sem höfðu komið sér fyrir í mannlausu einbýlishúsi í eigu Kópavogsbæjar á þriðjudaginn síðastliðinn. Mennirnir voru síðan handteknir vegna annarra mála. Meira »

„Veit ekkert hvað stendur í þessu skjali“

10:39 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun afar ósáttur við þau svör Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, að hann hefði hvorki séð né kynnt sér afstöðu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Meira »

Fimm Danir á kjörskrá

10:29 Fimm danskir ríkisborgarar sem hafa verið búsettir hér á landi fyrir 6. mars 1946 eiga rétt á því að kjósa í komandi alþingiskosningum. Meira »

Lögreglan með í að uppræta mansalshring

09:58 Finnska landmæraeftirlitið, með stuðningi Europol, íslensku lögreglunnar og bandaríska landamæraeftirlitsins, hefur upprætt skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara sem eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó. Meira »

Aukning í innanlandsflugi

09:30 Á fyrri helmingi ársins nýttu um 385 þúsund manns sér ferðir um innanlandsflugvelli landsins og fjölgaði þeim um fjórtán þúsund frá fyrri helmingi síðasta árs. Aukningin var mest á Akureyri en samdráttur mestur á Húsavík og í Vestmannaeyjum. Meira »

Gríðarleg starfsmannavelta hjá Costco

09:06 Af um 60 íslenskum yfirmönnum sem sendir voru til Englands í þjálfun í aðdraganda opnunar Costco munu aðeins 15 vera enn í starfi. Fyrirtækið segir ávallt taka tíma að ná jafnvægi í starfsmannahaldi á nýjum mörkuðum. Meira »

Leiða samstarf um afvopnunarmál

09:32 Ísland og Írland munu næsta árið gegna saman formennsku í eftirlitskerfi með flugskeytatækni sem snýst um að takmarka útbreiðslu á eldflaugatækni fyrir burðarkerfi vopna, þar með talið gereyðingarvopna. Meira »

Segir Lilju vart til frásagnar um fund

09:25 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur ítrekað orð sín um að svissneska leiðin sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað í húsnæðismálum sé „galin leið“. Meira »

Opinn fundur um lögbannið

09:01 Opinn fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefst klukkan 9:10. Þar verður fjallað um vernd tjáningarfrelsis. Þrír nefndarmenn kröfðust fundarins í kjölfar lögbanns sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Lagerhreinsun
LAGERHREINSUN - stakar stærðir - 40% afsláttur Nú kr. 8.910,- Nú kr. 8.910,- Lau...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...