Auglýsing í bága við siðareglur

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Blaðaauglýsing Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, þar sem birt var mynd af Steingrími J. Sigfússyni, brýtur í bága við siðareglur Samband íslenskra auglýsingastofa, samkvæmt niðurstöðu síðanefndar SÍA.

Vinstrihreyfingin grænt framboð kærði auglýsinguna til siðanefndar 21. apríl s.l. Í kærunni kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hafi birt blaðaauglýsingu í fjölmörgum svæðismiðlum kjördæmisins. Í auglýsingunni er birt mynd af fjármálaráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, án leyfis að mati VG. Það sé brot á 8 grein siðareglna SÍA.

„8. gr. siðareglna SÍA er hugsuð til að vernda einkalíf fólks og persónu þess fyrir óheimilli notkun í hefðbundnum auglýsingum, ekki verja ráðamenn þjóðarinnar fyrir gagnrýni,“ segir í greinargerð Agnars Tr. Lemacks, framkvæmdastjóra auglýsingastofunnar Jónsson & Lemacks, sem vann auglýsinguna fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminum.

Tilraun til ritskoðunar

„Það var ekki verið að nota Steingrím J. Sigfússon til að selja Coca-Cola. Það var verið að upplýsa fólk um tvöfalda afstöðu hans og flokks hans til stærsta máls kosninganna. Kosningaauglýsingar eru ekki hefðbundnar auglýsingar, þær eru t.d. aldrei merktar auglýsingastofu. Þær eru hluti af mikilvægu lýðræðislegu ferli og hafa þann tilgang að koma mikilvægum upplýsingum um stefnu frambjóðenda og stjórnmálaflokka til skila. Allar tilraunir ráðamanna til að koma í veg fyrir málefnalegar auglýsingar um sjálfa sig eru þar af leiðandi ekkert annað en tilraun til ritskoðunar og aðför að málfrelsi og lýðræði. Í opnu lýðræðisþjóðfélagi þurfa ráðamenn að þola gagnrýni og átök um sig og stefnu sína,“ segir í greinargerðinni.

Í auglýsingunni var vitnað í ummæli formanns VG og fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, þar sem hann sagði aðspurður um aðildarviðræður við ESB og komandi stjórnarsamstarf: „Við skulum sjá til.“

Á þetta féllst siðanefndin ekki. Hún telur ekki heimilt að nota mynd af opinberri persónu í auglýsingaskyni án leyfis. Skiptir ekki máli að myndin sé aðgengileg í prentlausn á heimasíðu Alþingis, þaðan sem hún er fengin. „Nefndin telur ljóst að 8. greinin eigi ekki aðeins við um auglýsingar á vöru og þjónustu heldur einnig framboðsauglýsingar.“

 Í 8 gr. siðareglanna segir: „Grundvallarhugmyndir siðareglnanna eru, að allar auglýsingar skulu vera löglegar, siðlegar, heiðarlegar og segja sannleikann. Auglýsing skal samin með tilliti til samfélagslegrar ábyrgðar og þess að gætt að viðteknum hefðum um sanngirni í samkeppni sé fylgt.“

Mörg fordæmi

Agnar Tr. Lemacks segir mörg fordæmi fyrir myndbirtingu af þessu tagi: „ T.d. dreifði VG barmmerkjum með skrumskældri mynd af formanni Sjálfstæðisflokksins meðan á nýliðinni kosningabaráttu stóð. Það hefur VG gert áður með öðrum leiðtogum Sjálfstæðisflokksins. Engar athugasemdir voru gerðar við það vegna þess að slíkt er einfaldlega hluti af því sem stjórnmálamenn verða að bera.

Þá má nefna sem dæmi fræga auglýsingu Samfylkingarinnar frá árinu 2003 þegar birt var opnuauglýsing í dagblöðum landsins með mynd af öllum forsætisráðherrum þjóðarinnar frá upphafi og í lok auglýsingarinnar var mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Markmiðið var að vekja athygli á að hún yrði fyrsti íslenski kven-forsætisráðherrann ef hún hlyti kosningu.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kristleifur Guðbjörnsson

05:30 Kristleifur Guðbjörnsson, lögreglumaður og bólstrari, lést miðvikudaginn 6. desember síðastliðinn, 79 ára að aldri. Kristleifur var meðal fremstu frjálsíþróttamanna Íslands á sjöunda áratugnum. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

05:30 Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu. Meira »

Aldrei fleiri gestir með skipum

05:30 Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Meira »

Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

05:30 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Meira »

Frystiskipið Berlín í kjölfar Cuxhaven

05:30 Berlín NC 105, nýr frystitogari Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, hélt á veiðar í Barentshafi fyrir helgi. Meira »

Unnu hundasýningu erlendis

05:30 Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda. Meira »

Raðhúsahverfi rís í Reykjanesbæ

05:30 Bygging fyrstu 20 raðhúsanna af alls 50 sem verktakafyrirtækið Stöngull ehf. hyggst reisa við Lerkidal í Reykjanesbæ stendur nú yfir. Meira »

Átta fjölskyldur fengu styrk

Í gær, 21:40 „Það er alveg meiriháttar að sjá hvað þessu hefur verið vel tekið,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, sem stofnaði góðgerðarfélagið Bumbuloní fyrir tveimur árum, með það að markmiði að styrkja fjölskyldur langveikra barna. Meira »

Reyndi að nauðga læknanema

Í gær, 21:22 354 konur í læknastétt skora á starfsmenn og stjórnendur að uppræta kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. Gerendurnir eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, samkvæmt reynslusögum sem konurnar hafa deilt í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Meira »

Fjarstæðukenndir framburðir í farsamáli

Í gær, 20:34 Ákæruvaldið fer fram á 12 til 18 mánaða fangelsisvist í máli fjögurra einstaklinga sem ákærðir eru fyrir peningaþvætti, en aðalmeðferð í málinu lauk í héraðsdómi í dag. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu, en krafist vægari refsingar yfir konunni, þrátt fyrir að hennar þáttur sé talinn mikill. Meira »

Ráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

Í gær, 19:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag við fyrsta eintakinu af fossadagatalinu 2018 úr hendi þeirra Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis. Myndirnar tóku þeir Tómas og Ólafur Már í þremur ferðum sínum á svæðið sl. sumar. Meira »

Kleip mig í bæði brjóstin

Í gær, 18:52 Tæplega 600 íslenskar flug­freyjur hafa skrifað undir áskorun þar sem þær hafna kyn­ferð­is­legri áreitni og mis­munun og skora á karl­kyns sam­verka­menn sína að taka ábyrgð. Með áskorun sinni deila flugfreyjurnar 28 nafnlausum sögum af áreitni og mismunun sem þær hafa sætt í starfi. Meira »

45 daga fangelsi fyrir um 3 kíló af kannabis

Í gær, 19:48 Karlmaður á fertugsaldri var fyrir helgi dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun, en í september gerði lögregla upptæk hjá manninum 1,7 kíló af maríjúana, 1,5 kíló af kannabislaufum og sex kannabisplöntur. Meira »

„Var mikil froststilla, sem betur fer“

Í gær, 19:29 „Þarna voru náttúrulega varahlutir fyrir skipin og aðstaða til að taka inn dælur og mótora sem fara þarf yfir og endurnýja. Þetta var því okkar verkstæði og lager,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar. Meira »

Hrútar eru fagur fénaður

Í gær, 18:30 Jón Gunnarsson, bóndi í Árholti á Tjörnesi, á marga hrúta og hefur stundað ræktunarstarf um langt árabil. Það var því mikill handagangur í öskjunni þegar hann og systursonur hans, Gunnar Sigurður Jósteinsson, tóku til við að rýja stóru hrútana eins og þeir eru stundum kallaðir í daglegu tali. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017120619 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017120619 IV/V Mynd af ...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....