Atvinnuleysi mælist 9,1%

Reuters

Skráð atvinnuleysi í apríl 2009 var 9,1% og jókst úr 8,9% í mars, eða um 1,8%. Að meðaltali voru 14.814 manns atvinnulausir í apríl eða 268 fleiri að jafnaði en í mars. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.717 manns að jafnaði, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun.

14,3% atvinnuleysi á Suðurnesjum

Atvinnuleysi er nú mest á Suðurnesjum 14,3% en minnst á Vestfjörðum 2,5%. Atvinnuleysi eykst um 3,8% á höfuðborgarsvæðinu en minnkar um 2,1% á landsbyggðinni. Mest dregur úr atvinnuleysi á Norðurlandi eystra eða um 79 manns og fer atvinnuleysi þar úr 8,8% í 8,3%. Einnig dregur úr atvinnuleysi á Austurlandi (úr 5,5% í 5,2%) og Suðurlandi (úr 7,4% í 7,2%).

Langtímaatvinnuleysi að aukast

Atvinnuleysi eykst um 1,5% meðal karla en 2,5% meðal kvenna. Atvinnuleysið er 10,4% meðal karla og 7,4% meðal kvenna.

Langtímaatvinnuleysi er nú tekið að aukast og þeir sem verið hafa á skrá lengur en 6 mánuði voru 3.269 í lok apríl en 1.749 í lok mars og eru nú um 20% allra á atvinnuleysisskrá. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í meira en ár er þó ekki tekið að fjölga að ráði, voru 361 í lok apríl en 333 í lok mars.
Atvinnulausum 16‐24 ára hefur fækkað úr 3.631 í lok mars í 3.588 í lok apríl og eru þeir um 21% allra atvinnulausra í apríl eða svipað og í lok mars.

Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist að meðaltali milli mars og apríl hefur atvinnulausum á skrá fækkað um 72 frá í lokum mars til loka apríl. Fækkunin kemur fram á landsbyggðinni þar sem fækkað hefur um 278 manns, en á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 206 manns frá lokum mars til loka apríl.

Alls voru 687 laus störf hjá vinnumiðlunum í lok apríl sem er fjölgun um 67 frá því í mánuðinum áður þegar þau voru 620. Mest hefur fjölgað sölu‐ og afgreiðslustörfum sem eru 310 í lok apríl og einnig ósérhæfðum störfum, eru 155 í apríllok.

Rúmlega 2.100 útlendingar á atvinnuleysisskrá

Alls voru 2.104 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok apríl, þar af 1.382 Pólverjar eða um 66% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok apríl. Langflestir þeirra voru starfandi í byggingariðnaði eða 863 (um 41% allra erlendra ríkisborgara á skrá).

19% í hlutastörfum

Samtals voru 3.169 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok apríl í hlutastörfum, þ.e. þeir sem eru í reglubundnum hlutastörfum eða með tilfallandi eða tímabundið starf á síðasta skráningardegi í apríl. Þetta eru um 19% af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok apríl.
Af þeim 3.169 sem voru í hlutastörfum í lok apríl eru 2.137 einstaklingar sem sóttu um atvinnuleysisbætur skv. áður nefndum lögum og hefur fækkað lítið eitt frá fyrra mánuði, en þeir voru 2.202 í lok mars og 2.105 í lok febrúar.

Í apríl voru 1.330 sjálfstætt starfandi skráðir á atvinnuleysisskrá vegna samdráttar í rekstri skv. áður nefndum lögum. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, voru 1.274 í lok mars og 1.017 í lok febrúar.

Spá 8,8-9,3% atvinnuleysi í maí

Yfirleitt batnar atvinnuástandið frá apríl til maí, m.a. vegna upphafs árstíðasveiflu. Í fyrra var atvinnuleysið svipað í báðum mánuðum og mældist 1%. Nú er hins vegar mun meiri samdráttur í hagkerfinu.
Gera má ráð fyrir talsverður fjölda skólanema á atvinnuleysisskrá, en minna er um ráðningar vegna atvinnuástandsins nú en undanfarin ár.

Á móti kemur að meira er um að boðið sé upp á sumarnám í ýmsum háskóladeildum. Þá koma nemendur inn á atvinnuleysisskrá seint í mánuðinum og vega þar af leiðandi lítið í skráðu atvinnuleysi maímánaðar.
Erfitt er að áætla atvinnuleysi um þessar mundir vegna mikillar óvissu í efnahagslífinu, en líklegt er að atvinnuleysið í maí 2009 muni lítið breytast og verða á bilinu 8,8%‐9,3%, að því er segir á vef Vinnumálastofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lét höggin dynja á Birnu í aftursætinu

14:19 Ekki eru neinar vísbendingar um að vopn eða verkfæri hafi verið notuð til að veita Birnu Brjánsdóttur áverka. Hægt er að segja með nokkurri vissu að ákverkar á líkama hennar hafi verið eftir hnefa, en ekki spörk eða olnboga. Meira »

Bryndís gefur ekki kost á sér í Mosfellsbæ

13:33 Bryndís Haraldsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar sem fram fara í vor. Bryndís var kosin á Alþingi síðastliðið haust og hefur setið á þingi og í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðis­flokkinn í Mosfellsbæ. Meira »

Bretar semja fyrst við Ísland

13:29 Bresk stjórnvöld hafa lýst því yfir að Ísland verði á meðal þeirra ríkja sem fyrst verði samið við um tvíhliða loftferðasamning sem taki gildi þegar Bretland yfirgefur Evrópusambandið. Hin ríkin sem samið verður við fyrst eru Sviss, Noregur, Bandaríkin og Kanada. Meira »

Segja MAST beita valdníðslu

13:22 Starfsmanni MAST sem fór í eftirlitsferð á mjólkurbúið Viðvík var meinaður aðgangur að fjósinu. Daginn eftir stöðvaði Matvælastofnun dreifingu mjólkur frá bænum. Bændurnir voru í útlöndum þegar heimsóknin var og börn þeirra sáu um búið á meðan. Bændurnir vildu vera viðstaddir og óskuðu eftir frestun. Meira »

Rúmlega helmingur frá Georgíu

13:03 Rúmur helmingur þeirra sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í júlí er frá Georgíu. Alls sóttu 123 einstaklingar um alþjóðlega vernd á Íslandi í mánuðinum. Búist er við að alls sæki 1.700 til 2.000 um alþjóðlega vernd á Íslandi í ár. Meira »

„Íslenskt lambakjöt verndað afurðaheiti

12:47 Markaðsráð kindakjöts í Reykjavík hefur sótt um vernd til Matvælastofnunar fyrir afurðaheitið „íslenskt lambakjöt“. Auglýsir Matvælastofnun hér með andmælafrest vegna þessa til 23. október. Meira »

Útilokar að Nikolaj sé gerandi

12:12 „Mér finnst það útilokað,“ sagði Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, spurður um það hvort Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen geti hafa verið gerandi í máli Birnu Brjánsdóttur. Meira »

„Gömlu leiðirnar“ gangi ekki upp

12:35 „Við erum að reyna að horfa á þetta í stærra samhengi og reyna að koma með langtímalausnir þannig að við séum ekki alltaf að upplifa endurtekið efni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

„Það var haft rangt við“

12:10 „Ég hafði hvorki né hef nokkuð á móti þessum göngum. Þau eru í sjálfu sér eðlileg. En fyrir mér var verið að gera vitleysu,“ segir Mörður Árnason, sem var stjórnarþingmaður í samgöngunefnd Alþingis þegar þingið ákvað að heimila ríkisábyrgð á 8,7 milljarða króna kostnaði við gerð Vaðlaheiðarganga. Meira »

Seinkun vegna tæknibilunar hjá Primera

11:54 Flugfélagið Primera Air hefur þurft að seinka flugi sínu frá Keflavíkurflugvelli til Trieste á Ítalíu. Upphaflega átti vélin að fara snemma í morgun en félagið ber fyrir sig tæknibilun. Meira »

Nokkrar tilraunir til fjárkúgunar

11:41 Vefveiðar og svikapóstar eru stærsti einstaki flokkur atvika sem skráð voru hjá netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT-ÍS, á síðasta ári. Tilkynningar til netöryggissveitarinnar koma að mestu leyti erlendis frá, að því er fram kemur í ársskýrslu. Meira »

Magakveisa og mötuneyti lokað

11:08 Magakveisa hefur herjað á um helming starfsfólks Hörðuvallaskóla og hefur meðal annars þurft að aflýsa viðtölum í nokkrum bekkjardeildum í dag vegna þess. Samkvæmt tilmælum læknis skólans verður mötuneyti skólans lokað í dag og á morgun til að draga úr smithættu. Meira »

Blóð úr Birnu um allan bílinn

11:06 Blóð úr Birnu Brjánsdóttur var að finna um alla Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller og Ni­kolaj Olsen höfðu á leigu aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðins þegar Birna hvarf. Fundust blóðblettir meðal annars í aftursæti bílsins, í lofti, á hraðamæli, á sólskyggni og á hurð hans. Meira »

Nikolaj hafi ekki farið aftur frá borði

10:11 Ekkert bendir til þess að Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen hafi farið aftur frá borði Polar Nanoq eftir að hann fór í skipið um klukkan sex að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins, miðað við hreyfingar síma hans. Meira »

Gantaðist með að Birna væri um borð

09:42 Nukaaraq Larsen, einn skipverja af Polar Nanoq, er fyrstur til að bera vitni á öðrum degi aðalmeðferðar í sakamáli á hendur Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn. Meira »

Thomas Olsen mætti ekki í dómsal

10:15 Thomas Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, mætti ekki til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Verjandi hans, Páll Rúnar M. Kristjánsson, situr þinghaldið fyrir hans hönd. Meira »

Helgi setti háar fjárhæðir í Viðreisn

10:07 Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn hlaut tæpar 27 milljónir króna í styrki á stofnári sínu samkvæmt ársreikningi síðasta árs sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Meira »

Rúmlega 13 þúsund nemendur við HÍ

09:01 Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi. Alls voru 13.307 nemendur skráðir í Háskólanum árið 2016 þar af voru flestir í grunnnámi eða 64,7%. Tæplega þrjú þúsund manns brautskráðust árið 2016, þar af 67 doktorar. Meira »
Ritverkið Reykvíkingar 1-4
til sölu fyrstu fjögur bindin (öll sem hafa komið út) af ritverkinu Reykvíkingar...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Þurrkari
White Westinghouse - amerísk gæða heimilistæki 11 kg þurrkari - öflugur > 4500 ...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...