Atvinnuleysi mælist 9,1%

Reuters

Skráð atvinnuleysi í apríl 2009 var 9,1% og jókst úr 8,9% í mars, eða um 1,8%. Að meðaltali voru 14.814 manns atvinnulausir í apríl eða 268 fleiri að jafnaði en í mars. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.717 manns að jafnaði, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun.

14,3% atvinnuleysi á Suðurnesjum

Atvinnuleysi er nú mest á Suðurnesjum 14,3% en minnst á Vestfjörðum 2,5%. Atvinnuleysi eykst um 3,8% á höfuðborgarsvæðinu en minnkar um 2,1% á landsbyggðinni. Mest dregur úr atvinnuleysi á Norðurlandi eystra eða um 79 manns og fer atvinnuleysi þar úr 8,8% í 8,3%. Einnig dregur úr atvinnuleysi á Austurlandi (úr 5,5% í 5,2%) og Suðurlandi (úr 7,4% í 7,2%).

Langtímaatvinnuleysi að aukast

Atvinnuleysi eykst um 1,5% meðal karla en 2,5% meðal kvenna. Atvinnuleysið er 10,4% meðal karla og 7,4% meðal kvenna.

Langtímaatvinnuleysi er nú tekið að aukast og þeir sem verið hafa á skrá lengur en 6 mánuði voru 3.269 í lok apríl en 1.749 í lok mars og eru nú um 20% allra á atvinnuleysisskrá. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í meira en ár er þó ekki tekið að fjölga að ráði, voru 361 í lok apríl en 333 í lok mars.
Atvinnulausum 16‐24 ára hefur fækkað úr 3.631 í lok mars í 3.588 í lok apríl og eru þeir um 21% allra atvinnulausra í apríl eða svipað og í lok mars.

Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist að meðaltali milli mars og apríl hefur atvinnulausum á skrá fækkað um 72 frá í lokum mars til loka apríl. Fækkunin kemur fram á landsbyggðinni þar sem fækkað hefur um 278 manns, en á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 206 manns frá lokum mars til loka apríl.

Alls voru 687 laus störf hjá vinnumiðlunum í lok apríl sem er fjölgun um 67 frá því í mánuðinum áður þegar þau voru 620. Mest hefur fjölgað sölu‐ og afgreiðslustörfum sem eru 310 í lok apríl og einnig ósérhæfðum störfum, eru 155 í apríllok.

Rúmlega 2.100 útlendingar á atvinnuleysisskrá

Alls voru 2.104 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok apríl, þar af 1.382 Pólverjar eða um 66% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok apríl. Langflestir þeirra voru starfandi í byggingariðnaði eða 863 (um 41% allra erlendra ríkisborgara á skrá).

19% í hlutastörfum

Samtals voru 3.169 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok apríl í hlutastörfum, þ.e. þeir sem eru í reglubundnum hlutastörfum eða með tilfallandi eða tímabundið starf á síðasta skráningardegi í apríl. Þetta eru um 19% af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok apríl.
Af þeim 3.169 sem voru í hlutastörfum í lok apríl eru 2.137 einstaklingar sem sóttu um atvinnuleysisbætur skv. áður nefndum lögum og hefur fækkað lítið eitt frá fyrra mánuði, en þeir voru 2.202 í lok mars og 2.105 í lok febrúar.

Í apríl voru 1.330 sjálfstætt starfandi skráðir á atvinnuleysisskrá vegna samdráttar í rekstri skv. áður nefndum lögum. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, voru 1.274 í lok mars og 1.017 í lok febrúar.

Spá 8,8-9,3% atvinnuleysi í maí

Yfirleitt batnar atvinnuástandið frá apríl til maí, m.a. vegna upphafs árstíðasveiflu. Í fyrra var atvinnuleysið svipað í báðum mánuðum og mældist 1%. Nú er hins vegar mun meiri samdráttur í hagkerfinu.
Gera má ráð fyrir talsverður fjölda skólanema á atvinnuleysisskrá, en minna er um ráðningar vegna atvinnuástandsins nú en undanfarin ár.

Á móti kemur að meira er um að boðið sé upp á sumarnám í ýmsum háskóladeildum. Þá koma nemendur inn á atvinnuleysisskrá seint í mánuðinum og vega þar af leiðandi lítið í skráðu atvinnuleysi maímánaðar.
Erfitt er að áætla atvinnuleysi um þessar mundir vegna mikillar óvissu í efnahagslífinu, en líklegt er að atvinnuleysið í maí 2009 muni lítið breytast og verða á bilinu 8,8%‐9,3%, að því er segir á vef Vinnumálastofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss hvað þú eigir að kjósa, en veist að þú vilt þú sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar. Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla ók utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Lottóvinningurinn gekk ekki út

Í gær, 20:03 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó­inu í kvöld en rúmar sjö milljónir króna voru í pott­inum að þessu sinni. Einn var með fjór­ar töl­ur rétt­ar, auk bónustölu, og fær hver hann 308.600 krón­ur í sinn hlut. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í gær, 19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

Í gær, 18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

Í gær, 18:12 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Í gær, 19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

Í gær, 18:20 Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Meira »

Héldu „alvöru afmæli“ fyrir Haniye

Í gær, 17:32 Tólf ára afmæli Haniye Maleki var haldið fyrr í dag, í annað skipti, en í sumar var haldið afmæli fyrir hana á Klambratúni. En þá var útlit fyrir að hún gæti haldið upp á það hérlendis, þar sem senda átti hana og föður hennar af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...