Telja stjórnsýslu umhverfismála veika

Kollafjörður
Kollafjörður Heimild: www.ferja.is

Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar lýsir yfir þungum áhyggjum sínum af því hversu veik stjórnsýsla umhverfismála við námavinnslu á hafsbotni er hjá iðnaðarráðuneytinu. Er þetta gert í tilefni af umsókn um námavinnslu í Kollafirði. Ráðið leggst ekki gegn veitingu námaleyfisins til skamms tíma og að það nái til afmarkaðra svæða.

Á fundi umhverfis- og samgönguráðs í gær var lagt fram á ný bréf Orkustofnunar dagsettu 15. apríl 2009 ásamt fylgiskjölum. Jafnframt var lögð fram umsögn umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 8. maí 2009.

Ráðið gerði ekki athugasemdir við umsögnina en lagði fram svohljóðandi bókun:

„Umhverfis- og samgönguráð lýsir þungum áhyggjum sínum af því hversu veik stjórnsýsla umhverfismála við námavinnslu á hafsbotni er hjá iðnaðarráðuneytinu.

Skorar ráðið á ríkisvaldið að meðferð málaflokksins verði tekin til gagngerrar endurskoðunar, þannig að nauðsynleg efnisvinnsla á hafsbotni hafi sem minnst heildarumhverfisáhrif.

Þangað til verði námaleyfi veitt til skamms tíma og nái til afmarkaðra svæða og tekur Umhverfis- og samgönguráð undir með umsögn umhverfis- og samgöngusviðs um að 10 ára nýtingaleyfi sé of langur tími að svo stöddu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert