Vorþingið sett

Þingmenn ganga í kirkju ásamt forseta Íslands og biskup Íslands.
Þingmenn ganga í kirkju ásamt forseta Íslands og biskup Íslands. mbl.is/Jón Pétur

Verið er að setja Alþingi, 137. löggjafarþing, en þingsetning hófst með því að þingmenn gengu úr Alþingishúsinu í Dómkirkjuna þar sem sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar.

Nokkrir nýir þingmenn, þar á meðal þingmenn Borgarahreyfingarinnar, biði á Austurvelli á meðan aðrir þingmenn gengu í kirkju.

Á Austurvelli var einnig hópur fólks með mótmælaspjöld þar sem m.a. var mótmælt meðferð á hælisleitendum hér á landi.

Þingmenn á Austurvelli í dag.
Þingmenn á Austurvelli í dag. mbl.is/Jón Pétur
Hópur fólks mótmælti á Austurvelli.
Hópur fólks mótmælti á Austurvelli. mbl.is/Jón Pétur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert