Fréttaskýring: Kostnaðargreiðslur bætast við kaupið

mbl.is/Ómar

Þingmenn í breska þinginu hafa orðið uppvísir að því að raka til sín fé með því að láta þingið greiða ýmsan kostnað sem flestum þykir þingstörfum óviðkomandi. Íslenskir þingmenn fá ýmsar greiðslur frá þinginu og um þær gilda skýrar reglur.

Karl Magnús Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir að þar sem þær starfsgreiðslur sem þingmenn geti fengið séu bundnar við tiltekna fjárhæð sé hætta á misferli hverfandi. Reglur Alþingis séu stífari en hjá flestum öðrum, s.s. hjá fyrirtækjum. Þá bendir hann á að það hafi verið regla í mörg ár að þingmenn fljúgi á almennu farrými, þegar þeir ferðast á vegum Alþingis.

Fastar upphæðir

Þingfararkaup er 520.000 krónur. Til viðbótar eiga alþingismenn rétt á að fá svonefnda kostnaðargreiðslu, þ.e. að fá endurgreiddan kostnað sem hlýst af starfi þeirra. Langflestir velja að fá fasta greiðslu í hverjum mánuði, 66.400 krónur (796.800 kr, á ári.). Þeir þurfa ekki að framvísa kvittunum og er staðgreiðsluskattur dreginn af fjárhæðinni. Einnig geta þeir valið um að fá einungis greitt gegn framvísun reikninga og er hámark slíkrar greiðslu 796.800 kr. á ári en enginn skattur er dreginn af þeirri fjárhæð.

Þingmenn fá allir greiddan ferðakostnað í eigin kjördæmi sem skal standa undir ferðakostnaði og uppihaldi í kjördæminu. Fjárhæðin árið 2009 er 61.400 á mánuði.

Þá má endurgreiða ferðakostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á, enda sé veglengdin á fundarstað meiri en 15 km (önnur leiðin) frá heimili.

Þingmenn eiga rétt á að fá endurgreiddan símakostnað sem tengist þingstörfum. Þingmenn eru hvattir til að gæta aðhalds í símanotkun og þeim er send tilkynning ef símreikningurinn fer yfir 40.000 krónur „svo þeir geti sjálfir gert viðeigandi ráðstafanir, þ.e. ákveðið að greiða hluta kostnaðar sjálfir“ eins og segir í Háttvirtum þingmanni. Þingmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir greiða hluta reikningsins eða ekki.

Óhætt er að reikna með að símareikningur einstaklings, burtséð frá þingstörfum, sé a.m.k. 10.000 krónur á mánuði. Ef þeirri fjárhæð er bætt ofan á þingfararkaup, ferða- og starfskostnaðargreiðslur er upphæðin 657.800 krónur á mánuði.

Uppbót vegna búsetu

Þingmenn annarra kjördæma en Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis fá fasta upphæð mánaðarlega, 90.700 krónur, sem er ætlað að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík eða nágrenni. Eigi þeir aðalheimili á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðinni ætlað að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þingmaður sem heldur tvö heimili getur sótt um 40% álag (samtals 127.000 kr).

Þingmenn utan höfuðborgarsvæðisins eiga rétt á að fá endurgreiddan vikulegan ferðakostnað milli heimilis og Alþingis.

Forsetinn má fá bíl

Forseti Alþingis nýtur sömu launa- og starfskjara og ráðherrar. Laun hans eru 855.000 á mánuði og hann fær að auki sömu kostnaðargreiðslur og þingmenn og getur líka fengið bíl frá Alþingi sem þingvörður ekur.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, nýkjörinn forseti, gengur yfirleitt í vinnuna en segist væntanlega nota bíl Alþingis ef hún þurfi eitthvað að skottast fyrir þingið. Ásta er ekki á biðlaunum sem ráðherra þar sem hún tók við sambærilegu starfi.

Tveir varaforsetar þingsins fá 15% álag ofan á þingfararkaup, alls 598.000 kr. Sömu kjara njóta tólf formenn fastanefnda þingsins.

Þeir þingmenn sem eru formenn stjórnmálaflokka sem hafa fengið a.m.k. þrjá þingmenn kjörna og eru ekki jafnframt ráðherrar fá greitt 50% álag á þingfararkaup, 780.000 krónur.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Foss. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Bíllinn gjörónýtur eftir slysið

15:22 Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir alvarlegt umferðaslys sem varð á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar. Meira »

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

15:22 Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Meira »

Tók vörur fyrir meira en hálfa milljón

15:03 Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum Meira »

Fær 15 daga til að yfirgefa landið

14:48 Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Chuong Le Bui, kokkanema frá Víetnam, um dvalarleyfi hér á landi. Henni hafa verið gefnir fimmtán dagar til að yfirgefa landið. Meira »

Hlaut minniháttar meiðsl eftir bílveltu

13:00 Bílvelta varð á Hafnavegi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur utan vegar. Maðurinn slapp með lítil meiðsl en var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meira »

Fastagestirnir eru óþreyjufullir

14:58 „Það er pressa; það eru náttúrlega margir búnir að nota innilaugina daglega í tugi ára,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík, en laugin hefur verið lokuð frá því í júní og því hafa fastagestir þurft að leita annað á meðan. Meira »

„Norðrið dregur sífellt fleiri að“

13:42 Meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir í ræðu sinni á Hringborði norðurslóða, sem hófst í Edinborg í Skotlandi í dag, voru þær breytingar sem orðið hafa í norðrinu á undanliðnum áratugum og orðið til bættra lífshátta og aukinnar velmegunar. Meira »

Þrír fluttir á Landspítalann

12:36 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir umferðarslyss á Biskupstungnabraut. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurlandi stýrir umferð um Biskupstungnabraut en veginum var lokað tímabundið vegna slyssins. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu kr.48000,- uppl. 8691204 Br=58cm Hæð99 Dýpt 67 ...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...