Fréttaskýring: Kostnaðargreiðslur bætast við kaupið

mbl.is/Ómar

Þingmenn í breska þinginu hafa orðið uppvísir að því að raka til sín fé með því að láta þingið greiða ýmsan kostnað sem flestum þykir þingstörfum óviðkomandi. Íslenskir þingmenn fá ýmsar greiðslur frá þinginu og um þær gilda skýrar reglur.

Karl Magnús Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir að þar sem þær starfsgreiðslur sem þingmenn geti fengið séu bundnar við tiltekna fjárhæð sé hætta á misferli hverfandi. Reglur Alþingis séu stífari en hjá flestum öðrum, s.s. hjá fyrirtækjum. Þá bendir hann á að það hafi verið regla í mörg ár að þingmenn fljúgi á almennu farrými, þegar þeir ferðast á vegum Alþingis.

Fastar upphæðir

Þingfararkaup er 520.000 krónur. Til viðbótar eiga alþingismenn rétt á að fá svonefnda kostnaðargreiðslu, þ.e. að fá endurgreiddan kostnað sem hlýst af starfi þeirra. Langflestir velja að fá fasta greiðslu í hverjum mánuði, 66.400 krónur (796.800 kr, á ári.). Þeir þurfa ekki að framvísa kvittunum og er staðgreiðsluskattur dreginn af fjárhæðinni. Einnig geta þeir valið um að fá einungis greitt gegn framvísun reikninga og er hámark slíkrar greiðslu 796.800 kr. á ári en enginn skattur er dreginn af þeirri fjárhæð.

Þingmenn fá allir greiddan ferðakostnað í eigin kjördæmi sem skal standa undir ferðakostnaði og uppihaldi í kjördæminu. Fjárhæðin árið 2009 er 61.400 á mánuði.

Þá má endurgreiða ferðakostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á, enda sé veglengdin á fundarstað meiri en 15 km (önnur leiðin) frá heimili.

Þingmenn eiga rétt á að fá endurgreiddan símakostnað sem tengist þingstörfum. Þingmenn eru hvattir til að gæta aðhalds í símanotkun og þeim er send tilkynning ef símreikningurinn fer yfir 40.000 krónur „svo þeir geti sjálfir gert viðeigandi ráðstafanir, þ.e. ákveðið að greiða hluta kostnaðar sjálfir“ eins og segir í Háttvirtum þingmanni. Þingmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir greiða hluta reikningsins eða ekki.

Óhætt er að reikna með að símareikningur einstaklings, burtséð frá þingstörfum, sé a.m.k. 10.000 krónur á mánuði. Ef þeirri fjárhæð er bætt ofan á þingfararkaup, ferða- og starfskostnaðargreiðslur er upphæðin 657.800 krónur á mánuði.

Uppbót vegna búsetu

Þingmenn annarra kjördæma en Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis fá fasta upphæð mánaðarlega, 90.700 krónur, sem er ætlað að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík eða nágrenni. Eigi þeir aðalheimili á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðinni ætlað að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þingmaður sem heldur tvö heimili getur sótt um 40% álag (samtals 127.000 kr).

Þingmenn utan höfuðborgarsvæðisins eiga rétt á að fá endurgreiddan vikulegan ferðakostnað milli heimilis og Alþingis.

Forsetinn má fá bíl

Forseti Alþingis nýtur sömu launa- og starfskjara og ráðherrar. Laun hans eru 855.000 á mánuði og hann fær að auki sömu kostnaðargreiðslur og þingmenn og getur líka fengið bíl frá Alþingi sem þingvörður ekur.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, nýkjörinn forseti, gengur yfirleitt í vinnuna en segist væntanlega nota bíl Alþingis ef hún þurfi eitthvað að skottast fyrir þingið. Ásta er ekki á biðlaunum sem ráðherra þar sem hún tók við sambærilegu starfi.

Tveir varaforsetar þingsins fá 15% álag ofan á þingfararkaup, alls 598.000 kr. Sömu kjara njóta tólf formenn fastanefnda þingsins.

Þeir þingmenn sem eru formenn stjórnmálaflokka sem hafa fengið a.m.k. þrjá þingmenn kjörna og eru ekki jafnframt ráðherrar fá greitt 50% álag á þingfararkaup, 780.000 krónur.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þátttaka í bólusetningum óviðunandi

14:36 Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2016 var svipuð og árið 2015, nema við 12 mánaða og 4 ára aldur þar sem hún var töluvert lakari á árinu 2016. Líkur eru á að innköllunarkerfi heilsugæslunnar sé ófullnægjandi fyrir börn á þessum aldri. Ef þátttaka minnkar enn frekar má búast við að hér á landi fari að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil. Meira »

WOW air býður upp á hádegisflug

14:06 Flugfélagið WOW air hefur ákveðið að nýta dauða tímann sem myndast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í hádeginu með því að hefja daglegar áætlunarferðir til nokkurra borga í Evrópu í vor. Meira »

Óvissa eitur í beinum fjárfesta

14:01 Fjármálaráðherra segir það alvarlegt mál að ef erlendir aðilar dragi tímabundið úr fjárfestingu hérlendis vegna þeirrar óvissu sem ríkir um stjórn efnahagsmála. „Það sem er eitur í þeirra beinum er óvissa,” segir Benedikt Jóhannesson. Meira »

Vatnaskemmdir í Berufirði

13:59 Vegna vatnavaxta hefur vegur skemmst við bæinn Núp í norðanverðum Berufirði og er þar nú aðeins fært á litlum bílum. Ökumönnum stærri bíla er bent á að fara veginn um Öxi. Meira »

Páll hættur hjá Hæstarétti Íslands

13:39 Páli Hreinssyni var veitt lausn frá embætti dómara við Hæstarétt Íslands síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram á vefsíðu Hæstaréttar. Meira »

Óljóst hvort niðurstaða fáist á fundinum

13:05 Formenn allra þingflokka sem eiga sæti á Alþingi funda nú með forseta Alþingis um með hvaða hætti verður hægt að ljúka störfum fyrir kosningar. Tilgangur fundarins er að reyna að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir. Meira »

Harður árekstur á Hringbraut

12:23 Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur fimm bíla á mótum Hringbrautar og Njarðargötu.   Meira »

„Þetta er hrein snilld“

12:31 „Aflabrögðin hafa verið góð og það er ekkert upp á þau að kvarta. Við erum smám saman að læra á nýtt skip og nýjan búnað og hver veiðiferð fer í reynslubankann og færir okkur nær því takmarki að tileinka okkur alla þessa nýju tækni.“ Meira »

Líst mjög vel á tillögu Bjarna

12:15 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er hrifinn af tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að stjórnarskráin verði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Flestir vilja VG í næstu stjórn

12:12 Meirihluti aðspurðra í nýrri skoðanakönnun Gallups vill sjá Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í þeirri ríkisstjórn sem tekur við völdum að loknum þingkosningunum 28. október í einni mynd eða annarri eða 57%. Meira »

Hægt að sækja um vegabréf í 10 löndum

12:03 Íslendingar geta núa sótt um vegabréf í sendiráði Íslands í París, Tókýó og aðalræðisskrifstofunni í New York. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »

Sigríður víkur sæti vegna umsóknar

11:56 Dómsmálaráðuneytinu hefur borist 41 umsókn um 8 stöður héraðsdómara sem auglýstar voru lausar til umsóknar 1. september sl. Umsóknarfrestur rann út 18. september. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í málinu vegna umsóknar Ástráðs Haraldssonar hæstaréttarlögmanns. Meira »

Bakaralandsliðið keppir í Stokkhólmi

11:36 Íslenska bakaralandsliðið tekur þátt í Norðurlandakeppni í bakstri sem fram fer í Stokkhólmi um næstu helgi. Í landsliðinu eru sex ungir bakarar sem hafa á undanförnum mánuðum æft sig í gerð ýmis konar brauðmetis og gerð skrautstykkis. Meira »

Reyndu að mynda minnihlutastjórn

10:57 „Ég sagði við fjölmiðla á föstudaginn eftir að þetta allt gerðist að ég teldi ábyrgt að kanna aðrar leiðir til þess að mynda ríkisstjórn og ég lét á það reyna. Það kom hugsanlega til greina einhvers konar minnihlutastjórn sem hefði þá þurft á hlutleysi fleiri flokka að halda til þess að verja hana falli.“ Meira »

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni

10:28 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 13 mánaða fangelsi fyrir að hafa brotist inn í hús og sest á rúm 11 ára stúlku sem þar dvaldi brjóta gegn henni kynferðislega með að strjúka henni um bak og mjöð innanklæða áður en hann fór upp í rúm til hennar og hélt áfram að strjúka henni. Meira »

Vill lögleiða neyslu kannabisefna

11:16 Pawel Bartozek, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp um lögleiðingu á neyslu kannabisefna, en hann greinir frá því á heimasíðu sinni. Frumvarpið felur í sér að reglur verði settar um framleiðslu, sölu og meðferð á kannabisefnum og neyslan leyfð. Meira »

Formenn flokkanna funda aftur í dag

10:48 Forseti Alþingis mun funda með öllum formönnum flokka sem eiga sæti á Alþingi klukkan 12:30 í dag. Á fundinum verður rætt með hvaða hætti verður hægt að ljúka þingstörfum fyrir kosningar. Hvort hægt verði að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir. Meira »

„Okkar markmiði er náð“

10:28 „Það er búið að leiðrétta þennan áburð bæjarstjórans opinberlega með þeim hætti að við teljum ekki ástæðu til að vera að eltast við þetta lengur. Okkar markmiði er náð,” segir Óðinn Sigþórsson, nefndarmaður í starfshópi sjávar- og landbúnaðarráðherra um stefnumörkun í fiskeldi. Meira »
Honda tanktaska
Góð original Honda tanktaska sem passar á flestar tegundir hjóla af Hondu. Seg...
42 fm íbúð til leigu
Gullfalleg íbúð á Ásvallagötu 82, 101 Reykjavík. Íbúðin er 64 fm ásamt 10 fm gey...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Byggðakvóti
Styrkir
ATVINNUVEGA- OG NÝSKÖPUNAR...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...