Eldur í klæðningu skólans

Verið er að rífa klæðninguna frá til að komast að …
Verið er að rífa klæðninguna frá til að komast að upptökum eldsins. Mbl/Ómar

Allt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er nú við Húsaskóla í Grafarvogi, en eldur logar við bókasafn skólans og reynir slökkviliðið á að ráða niðurlögum hans.

Þrír dælubílar og kranabíll eru komnir á vettvang. Er eldurinn í klæðningu skólans og þaki. „Við erum að rjúfa klæðninguna og reyna að komast að upptökum eldsins,“ sagði einn slökkviliðsmannanna sem rætt var við.  Húsið stæði ekki í ljósum logum og eldurinn virtist staðbundinn. Ekki sé þó búið finna upptök og umfangs eldsins sem leynist undir klæðningunni. 

Ekkert fólk var í skólanum er eldurinn kom upp og ekki vitað hvort að um íkveikju sé að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert