Nær lausn á Icesave-deilu

„Það er búið að vinna mjög mikið í þessu máli og við erum nær því að láta þetta ganga upp núna heldur en nokkru sinni fyrr,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um lausn á deilu við hollensk og bresk stjórnvöld vegna Icesave-reikninga Landsbankans.

Steingrímur segir að meðal þeirra lausna sem samninganefnd íslenska ríkisins, undir forystu Svavars Gestssonar, hafi athugað sé hvernig nýta megi tekjur af útlánasafni gamla Landsbankans með beinum hætti inn í uppgjör á skuldum vegna Icesave-reikninganna. Steingrímur segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvað ríkissjóður þurfi að greiða á endanum. Það velti á því hvaða aðferðir verði notaðar við uppgjör skuldanna og við hvaða gengi verði miðað. „Það var nú einhvern tímann talað um hundrað og fimmtíu milljarða gat en seinna kom fram áætlun sem gerði ráð fyrir sjötíu milljörðum. Þetta er háð mikilli óvissu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert