Stuðningur við stjórnina eykst

Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi.
Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi. mbl.is/ÁrnI Sæberg

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist um 10 prósentur frá því fyrir kosningar og mælist nú rúmlega 61% samkvæmt nýrri könnun, sem Capacent hefur gert fyrir Ríkisútvarpið. 

Ríkisstjórnin nýtur meiri hylli kvenna en karla: 66% kvenna sögðust styðja stjórnina en 56% karla.

Fylgi flokkanna hefur ekki breyst mikið frá því í kosningunum fyrir rúmum mánuði. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 28,4% en var 29,8% í kosningunum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er nú 25,1% en var 23,7% í kosningunum. Fylgi VG mælist 22,1% nú en var 21,7%, fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 14,5% en var 14,8% í kosningunum. Þá mælist fylgi Borgarahreyfingarinnar 8,2% en flokkurinn fékk 7,2% í þingkosningunum.

Um var að ræða netkönnun, sem gerð var á tímabilinu 29. apríl til 27. maí. Úrtakið var 5000 manns og svarhlutfall var 60%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert