Karlar í meirihluta í borgarráði

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Júlíus

Sex karlar og ein kona sitja í borgarráði Reykjavíkur en kosið var í borgarráð í upphafi borgarstjórnarfundar í dag.

Af hálfu Sjálfstæðisflokks voru  Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon kjörnir í borgarráð og af hálfu Framsóknarflokks var Óskar Bergsson kjörinn en hann er jafnframt formaður ráðsins.

Dagur B. Eggertsson og Björk Vilhelmsdóttir voru kjörin í borgarráð fyrir hönd Samfylkingarinnar og Þorleifur Gunnlaugsson af hálfu Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Hann kemur í stað Svandísar Svavarsdóttur og er sá eini sem kemur nýr inn í ráðið.  

Björk kvaddi sér hljóðs og vakti athygli á kosningunni og óeðlilegum kynjahlutföllum. Skoraði hún jafnframt á meirihlutann að ráða bót á málinu.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, var endurkjörinn forseti borgarstjórnar. Dagur B. Eggertsson var kjörinn 1. varaforseti og  Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins var kjörinn 2. varaforseti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka