Hugmyndir um lausn Icesave-deilu

Retuers

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að komið hefðu fram hugmyndir um lausn á deilum um Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. 

Hún sagði menn væru að nálgast hver annan í deilunni að uppi væru hugmyndir  um lausn málsins, sem væru þess eðlis að rétt væri að skoða hvort komið sé eins nálægt viðunandi samningum fyrir Ísland og kostur er. 

Jóhanna sagði, að hugsanlega þurfi ákveðin ríkisábyrgð að koma til og hún verði þá borin undir Alþingi þótt samningurinn sjálfur þurfi ekki staðfestingu þingsins.

Jóhanna var að svara spurningu frá Þór Saari, þingmanni Borgaraflokksins, sem vildi einnig vita hvað miklar skuldbindingar Íslendingar myndu undirgangast vegna þessa. Jóhanna sagðist ekki hafa þær tölur á hreinu, en talað hefði verið um að brúttóskuldbindingar Íslands vegna Icesave væru um 650 milljarðar króna. Þá mætti heldur ekki gleyma því, að einnig hefðu miklar skuldir fallið á stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi og þar væri verið að ræða um 1200 milljarða króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert