Mikið grjóthrun í Esjunni eftir jarðskjálftana

Esjan.
Esjan. mbl.is/Þorkell

Töluvert grjóthrun hefur orðið í klettabeltinu efst í Þverfellshorni í Esjunni. Varð þess fyrst vart eftir síðustu helgi en þá varð allsnarpur jarðskjálfti á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vef Ferðafélags Íslands.

„Á litlu svæði fremst í stafninum ofan við gönguleiðina hafa klettar sprungið fram án þess að falla niður en skammt frá hafa mannhæðarháir steinar losnað og farið í loftköstum niður klettana og niður í hlíðina neðan við klettabeltið. Nú stendur þar stóreflis stakur steinn, ekki minni en sá sem hingað til hefur verið hinn eini sanni Steinn. Skilja það flestir Esjufarar þegar talað er um að ganga "upp að Steini". Nú hefur hann eignast bróður við gönguleiðina, aðeins ofar í hlíðinni og gæti kallað hann Nafna eða eitthvað annað gott.

Varla er hægt að segja með vissu að hætta sé á ferðum á gönguleiðinni en ástæða er til að fólk gæti að grjóti sem gæti hafa losnað án þess að falla niður brekkuna,“ segir ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert