6 - 0 fyrir Íslandi

Stuðningsmennirnir láta ekki lítið fyrir sér fara á leiknum.
Stuðningsmennirnir láta ekki lítið fyrir sér fara á leiknum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Það vantaði ekkert upp á búninga stuðningsmanna stuðningsmannaliðs Hollendinga sem lék gegn stuðningsmannaliði Íslands á gervigrasi Valsmanna að Hlíðarenda áðan, en leiknum er nýlokið. Þeir riðu þó ekki feitum hesti frá leiknum því Íslendingar unnu 6 - 0.

Góð stemning var á leiknum og hjá stuðningsmönnunum, hvort heldur þér spörkuðu í fótbolta eða hvöttu sína menn áfram.

Liðin tvö léku í landsliðsbúningum eins og vera ber en lúðrasveitin Baunirnar lék þjóðsöngva landanna tveggja fyrir leikinn.

Þá er bara að vona að leikurinn gefi upptaktinn fyrir úrslit leiks landsliðanna sjálfra, sem hefst á Laugardalsvelli kl. 18.45.

Menn gefa ekkert eftir í boltanum.
Menn gefa ekkert eftir í boltanum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert