Hugsanleg Icesave mótmæli á Austurvelli

Líklegt er að mótmælt verði á Austurvelli þegar samningurinn um greiðslur vegna Icesave-reikninganna verður tekinn fyrir á Alþingi. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mun gefa munnlega skýrslu um málið á Alþingi á morgun eftir fyrirspurnartíma, sem hefst klukkan 15. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að tveir þingmenn Vinstri grænna hafi í dag ekki verið tilbúnir til að lýsa yfir stuðningi við samkomulagið.

Þegar Icesave-samningarnir voru kynntir á blaðamannafundi í gær voru Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra spurð að því hvort þau byggjust við að þingmenn flokkanna myndu styðja samkomulagið. Jóhanna sagðist gera ráð fyrir því að þingmenn Samfylkingarinnar styddu það en Steingrímur sagðist ekki getað svarað fyrir alla þingmenn VG.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert