Gæti lækkað orkukostnað um helming

mbl.is/Ásdís

Ný tækni, svokölluð ljósdíóðutækni, gæti lækkað kostnað vegna raflýsingar í gróðurhúsum um allt að helming, gefi tæknin góða raun.

Þetta segir Ásbjörn Torfason, framkvæmdastjóri Vistvænnar orku ehf., sem áætlar að tæknin muni verða á sambærilegu verði og núverandi raflýsing með háþrýstum natríumlömpum. Líftíminn verði hins vegar miklu meiri, eða allt að 100.000 klukkustundir.

Það er gífurleg ending eða um 11 ár miðað við stöðuga notkun.

Ávinningurinn gæti orðið mikill enda myndi helmingi minni raforkuþörf spara ríkinu um 80 milljónir króna á ári í formi niðurgreiddrar raforku til greinarinnar.

Stuldur á gróðurhúsalömpum til ræktunar á kannabis gæti heyrt sögunni til, enda skiptir ekki máli hvort kveikt er á lömpunum eða ekki.

Orkuþörfin er sem fyrr segir miklu minni en í háþrýstum natríumlömpum og segir Ásbjörn skýringuna þá að ljósdíóðurnar lýsi á þröngu sviði á rauða og bláa hluta litrófsins, sem vel falli að þörfum plantna. Því fari ekki orka í að geisla ljósi á græna hluta litrófsins líkt og natríumlampar geri með þeirri orkusóun sem því fylgi.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert