Fréttaskýring: Grundvallarspurning um mann og náttúru

Helstu hluthafar í ORF Líftækni, sem sótt hefur um leyfi til tilraunaútiræktunar á erfðabreyttu byggi, eru Valiant Fjárfestingar með 25%, Landbúnaðarháskóli Íslands með hátt í 12%, Björn Lárus Örvar og Einar Mäntylä með 5% hvor og svo á fjórða tug minni hluthafa. Búið er að leggja á annan milljarð króna í fyrirtækið og því um miklar upphæðir að tefla. Á sama tíma eru m.a. rannsóknir LbhÍ notaðar til rökstuðnings með umsókninni. Því er spurt, er mark takandi á vísindaráðgjöf hluthafa í sjálfu fyrirtækinu?

Þessa gagnrýni segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF, ósanngjarna og nánast árás á starfsheiður vísindamanna sem komu að rannsóknum LbhÍ. „Þeir hafa engra hagsmuna að gæta og eiga ekkert í fyrirtækinu. Það sem skiptir þá mestu máli er að ekki falli blettur á þeirra fagþekkingu.“ Eignarhluturinn sé þannig tilkominn að við upphaf verkefnisins, árið 2001, hafi það verið framkvæmt á rannsóknarstofu skólans. Sú þjónusta og kostnaður sem hann innti af hendi hafi verið metinn til eignar í fyrirtækinu. Síðan þá hafi skólinn ekki lagt til meira fé og hlutur hans stöðugt minnkað. „Jú, við hefðum kosið annað eignarhald og að skólinn kæmi kannski með öðrum hætti að málinu,“ segir Björn. Hins vegar sé erfitt að byggja upp nýtt þekkingarfyrirtæki án nokkurrar aðkomu háskóla á Íslandi. Þetta sé því afleiðing þeirra aðstæðna sem fyrirtækinu voru búnar í upphafi.

Einnig er gagnrýnt að íslensk löggjöf um erfðabreyttar lífverur sé úrelt. Tilskipun ESB um erfðabreyttar lífverur frá 2001 hefur enn ekki verið lögfest hér, en frumvarp þess efnis er nú til meðferðar á Alþingi. Björn segir ORF starfa eftir gildandi reglum hverju sinni, en hin nýja tilskipun muni ekki breyta miklu gagnvart fyrirtækinu. Þar sé fyrst og fremst hert á reglum um markaðsleyfi og sett inn stíft áhættumat fyrir veitingu þeirra. Með markaðsleyfum á hann við leyfi til að nota erfðabreyttar plöntur í fóður og matvæli. Það er ekki tilgangurinn hjá ORF, heldur framleiðsla próteina fyrir lyfjagerð og iðnaðarnot.

Þess ber þó að geta að hið nýja frumvarp bætir sérstökum kafla við lög um erfðabreyttar lífverur, sem gerir auknar kröfur til Umhverfisstofnunar um að upplýsa almenning um leyfisveitingar.

Hvað má eiginlega í ESB?

Hér er komið að öðru álitamáli. Sagt er að ESB hafi aldrei leyft útiræktun erfðabreyttra lyfja- eða iðnaðarplantna til framleiðslu fyrir markað. Aðeins ein gerð maísplöntu sé leyfð til slíks, en sjö Evrópulönd hafi nú þegar bannað hana.

Þarna segir Björn að blandað sé saman ólíkum hlutum. Markaðsleyfi séu allt annað en það sem ORF sækist eftir. Á markaðsleyfi sé útsæði plöntunar falt hverjum þeim sem vilji rækta hana til matvælaframleiðslu. Slíkt sé vissulega bannað víða og aðeins leyft með maís í ESB. Hins vegar hafi 104 tilraunaleyfi eins og það sem ORF sækist eftir verið veitt í ESB, þar sem hin nýja tilskipun er í gildi, á þessu ári.

Vefur framkvæmdastjórnar ESB staðfestir þetta. Þar sést að fjöldi leyfa hefur verið veittur á árinu, flest vegna maís en einnig vegna byggs, kartaflna, sykurrófna, bómullar og fleiri tegunda.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kennsla verði eftirsóknarvert starf

07:57 Tíu manna starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun. Meira »

Von á rysjóttri tíð

07:05 Spáð er hægum vindi í dag, bjart veður og kalt, en dálítil él norðaustan til fram eftir degi. Von er á rysjóttri tíð en um leið hlýnandi veðri. Meira »

Flugu með sjúkling til Reykjavíkur

07:01 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling á Snæfellsnes í nótt sem þurfti að komast með hraði á sjúkrahús í Reykjavík.  Meira »

Skemmdist illa í bruna

06:55 Tilkynnt um eld í nýlegri bifreið við Víkingsheimilið Fossvogi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Vegfarendur reyndu að slökkva með handslökkvitækjum en ekkert gekk fyrr en slökkvilið mætti á vettvang. Meira »

Á stolinni vespu og með dóp

06:21 Lögreglan hafði afskipti af pari á vespu í Kópavogi um klukkan 22 í gærkvöldi. Maðurinn viðurkenndi að vespan væri stolin og við leit á heimili hans fundust fíkniefni. Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af öðru pari í Árbænum skömmu fyrir átta í gærkvöldi. Meira »

Villtust í Glerárdal

05:59 Björgunarsveitarfólk var kallað út upp úr klukkan 20 í gærkvöldi til að leita að pari sem hafði villst í Glerárdal við Akureyri. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri hafði fólkið lagt af stað fótgangandi síðdegis og ætlað sér að ganga í skálann Lamba en villst af leið enda skyggni lélegt. Meira »

Tryggi góð lífskjör

05:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld að ríkisstjórnin myndi kappkosta að skila betra búi en hún tók við í heilbrigðisþjónustu, löggæslu, húsnæðismálum, samgöngum og fleiri innviðum. Meira »

Starfsfólki bankanna fækkar hratt

05:30 Á síðasta áratug hefur starfsfólki í bönkum og sparisjóðum fækkað um tæplega 1.500 og bankaútibúum fækkað um rúmlega 60.   Meira »

Launaskriðið heldur áfram

05:30 Laun hinna ýmsu hópa sem starfa hjá ríkinu hafa hækkað um 1,4% til 6,3% í ár. Laun félagsmanna hjá ASÍ hækkuðu hlutfallslega mest, eða um tæplega 30 þúsund krónur. Meira »

Kaupaukagreiðslur verði teknar til baka

05:30 Stjórn Klakka ákvað í gær að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem samþykkar voru á hluthafafundi síðastliðinn mánudag, verði dregnar til baka. Meira »

Gæti seinkað fram í miðjan janúar

05:30 Unnið er að allsherjarviðgerð á vél Breiðafjarðarferjunnar Baldurs á þrennum vígstöðvum; í Danmörku, Englandi og hjá Framtaki í Garðabæ. Meira »

Myndin mun auka á ferðamannastraum

05:30 „Kvikmyndinni mun örugglega fylgja aukinn ferðamannastraumur og sannarlega verður Jennifer Lawrence tekið fagnandi ef hún birtist hér í Húnaþingi,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Meira »

Á heimavelli í Hollandi

Í gær, 23:05 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og samskiptamálum fyrir alþjóðasvið félagsins. Meira »

Fá 40% af framlagi til íbúa á Austurlandi

Í gær, 23:00 Verulegur munur er á framlögum ríkisins til stofnana á Suðurnesjum og á öðrum stöðum á landinu samkvæmt tölulegum samanburði fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í kvöld. Meira »

10-11 má nota „Inspired by Iceland“

Í gær, 22:52 Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að versluninni 10-11 sé heimilt að nota vörumerkið „Inspired by Iceland“ sem auðkenni fyrir nýja verslun sína í Bankastræti í Reykjavík. Það var Íslandsstofa sem höfðaði málið og krafðist þess að félaginu yrði bannað að nota vörumerkið. Meira »

25 ár frá fyrstu smáskilaboðunum

Í gær, 23:03 Þegar Neil Papworth, 22 ára verkfræðingur í Bretlandi, ákvað að senda vini sínum Richard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. desember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst aldarfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni. Meira »

8. ánægðustu farþegarnir í Leifsstöð

Í gær, 22:52 Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins. Meira »

Hátt brottfall úr sveitarstjórnum

Í gær, 22:43 Mun meira brottfall er úr sveitarstjórnum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Rúm 40% þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eru ákveðin að hætta, tæp 30% eru enn að hugsa málið og 30% stefna á að halda áfram. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá breytinga. Hafið samband í síma 649-6134...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...