Kallað eftir liðsauka

Mótmælendunir hafast við í kjallara hússins.
Mótmælendunir hafast við í kjallara hússins. mbl.is/Golli

Lögreglan hefur kallað eftir liðsauka að Fríkirkjuvegi 11, þar sem um 30 manna hópur hústökufólks ruddist inn í húsið. Lögreglan hefur átt í vandræðum með að koma fólkinu út, sem hefur náð að smeygja sér inn um glugga og hefur jafnframt dreift sér um húsið.

Í fyrstu var talið að búið væri að handtaka nokkra mótmælendur, en að sögn lögreglu er svo ekki.

Um leið og þeir komust inn í húsið voru kjalladyr þess opnaðar svo fleiri kæmust inn í það. Fólkið er með hróp og köll og hefst við í kjallara hússins.

Beðið er eftir liðsaukanum svo hægt verði að rýma húsið.

Lögreglan tekur fram að engar skemmdir hafi verið unnar á húsinu.

Frá Fríkirkjuvegi 11 í kvöld. Hústökufólkið hefur hengt mótmælaspjöld á …
Frá Fríkirkjuvegi 11 í kvöld. Hústökufólkið hefur hengt mótmælaspjöld á húsið. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert