Slökkt á álveri og virkjun í átta ár

Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Ljósmynd/Emil Þór

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að afborganir af Icesave-láninu setji þjóðarbúið ekki á hliðina. Greiðslurnar jafngildi því að slökkt væri á álverinu á Reyðarfirði og Kárahnúkavirkjun og þau ekki sett í gang aftur fyrr en að 8 árum liðnum.

Þórólfur sagði, að eftir rúm 7 ár hefjist greiðslur af Icesave-láninu sem er um 650 milljarða króna með vöxtum upp á 5,55%.  Þórólfur sagðist gera ráð fyrir að þegar eignir Landsbankans hafi gengið upp í skuldina standi eftir 10-25% eða 65 til rúmlega 160 milljarðar króna.  

Þá sagði hann að Icesave skuldbindingin sé því býsna mikil blóðtaka en gangi allt eftir sé ekki ástæða til að ætla að þjóðarbúið fari á hliðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert