Reykjanes skelfur

Á kortinu má sjá upptök skjálftans.
Á kortinu má sjá upptök skjálftans. Veðurstofan

„Við útilokum ekki að það komi fleiri skjálftar," sagði Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur í samtali við mbl.is fyrir skömmu. Klukkan 20:24 varð skjálfti sem mældist 2,7 á Richter og skömmu síðar annar snarpari sem mældist 4,1 1,5 km vestnorðvestur af Krýsuvík.

„Við fylgjumst áfram með þessari virkni sem virðist öll vera á sömu sprungunni," sagði Steinunn.

Fyrr í kvöld var vart við skjálfta sem mældist 4,2 við Fagradalsfjall og hafa þessir skjálftar gert vart við sig og hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert