Fékk rækjupoka í skrúfuna

Björgin dregur Ými til hafnar.
Björgin dregur Ými til hafnar. mbl.is/Alfons

Skemmtibáturinn Ýmir fékk rækjupoka í skrúfuna í morgun vestur af Öndverðanesi,  Skipstjórinn á Ými bað um aðstoð frá björgunarsveitinni Lífsbjörgu í Snæfellsbæ og fór björgunarbáturinn Björg Ými til aðstoðar.

Davíð Óli Axelsson, formaður Lífsbjargar, sagði við mbl.is að  björgunarskipið hafi komið að  bátnum á Skarðsvíkinni  en sennilegast hafi Ýmir fengið rækjupokann í skrúfuna vestur af nesinu og rekið í austurátt inn á Skarðsvík. Það hafi þó verið lán í óláni að báturinn var kominn þetta norðarlega því annars hefði hann rekið upp í klettana.

Davíð Óli sagði, að rækupokinn hefði losnað úr skrúfu Ýmis en skrúfur bátsins virkuðu ekki. Sennilega hefði öryggi eða splitti losnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert