Bankamenn fá áfallahjálp

Meira ber á veikindum meðal bankamanna en áður og fjöldi starfsfólks bankanna hefur þurft aðstoð sálfræðinga og lækna eftir bankahrunið. Friðbert Traustason segir að mörgu starfsfólki bankanna líði enn mjög illa sérlega því sem hafi verið ásakað fyrir hluti sem það bar enga ábyrgð á.

Hann segir að læknar og aðrir sérfræðingar hafi verið fengnir til að aðstoða við að snúa þessari þróun við. Dæmi séu um að fólk hafi hreinlega brotnað niður.

Hann segir að viðskiptavinir séu oft í vondu skapi þegar þeir komi inn í bankann og það sé í mannsins eðli að ráðast á þann sem sé hendi næst. Starfsfólkið sem mætir viðskiptavinum bankanna sé hinsvegar ekki í hópi þeirra sem bar mest úr býtum í bankabólunni svokölluðu en stærsti hópur bankamanna er með laun á bilinu 250 til 400 þúsund. Það beri ekki heldur ábyrgð á því sem á undan sé gengið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert