Boruðu niður í bráðið berg á 2,1 km dýpi

mbl.is/Jim Smart

„Upp úr hádegi á miðvikudag var borað niður í bráðið berg við venjubundna borun. Það var búið að bora í tvígang niður á þetta dýpi og þá stoppaði borinn án þess að skýring hefði komið fram sem menn áttuðu sig á. Þegar ljóst var hvað hefði gerst kom það töluvert á óvart,“ segir Guðmundur Ómar Friðleifsson jarðfræðingur og talsmaður IDDP-djúpborunarverkefnisins í Vítismó við Kröflu sem Landsvirkjun og Alcoa hafa kostað.

Þegar borinn Týr fór niður í bráðið bergið þá festist hann en við vatnskælingu komu í ljós glerjuð bergsýni sem aðeins geta komið fram vegna hraunkviku. „Það er ekki hætta á ferðum, hvorki fyrir fólk né tæki, en hiti vatnsgufunnar er líklega 350 til 370 gráður og þrýstingur vel viðráðanlegur,“ segir Guðmundur Ómar.

Hann segir það hafa komið verulega á óvart að koma niður á bráðið berg á þessu dýpi. „Það kom á óvart, ekki síst í ljósi þess að holur í næsta nágrenni við þessa höfðu ekki gefið vísbendingar um bráðið berg á þessu dýpi. Það er erfitt að segja hversu stórt svæði þetta er þar sem bergkvikan er,“ segir Guðmundur Ómar.

Boranir gengið brösuglega

Verulegar tafir hafa orðið á verkefninu. Áður en komið var niður í bergkvikuna var verkefnið komið meira en mánuð á eftir á áætlun. Frá því í lok mars, þegar byrjað var að bora, hafði borinn fest fimm sinnum. Í þremur tilfellum tókst að losa borinn, án vandkvæða, en í eitt skipti þurfti að skilja krónu borsins eftir. Borstengurinn festist tvisvar á 2.100 metra dýpi og tvisvar hefur verið steypt í holuna og borað framhjá festustað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert