Umsátur um Ísland

 Ögmundur Jónasson segist ætla að fara mjög rækilega í saumana á frumvarpi um ríkisábyrgðir vegna Icesave. Hann segir að ríkisstjórnin standi hvorki né falli með Icesave. Málið sé ekki sett fram með hans stuðningi en það eigi að ræða á opinskáan hátt á Alþingi með það fyrir augum að ná fram sameiginlegri niðurstöðu.

Ögmundur segist ekki telja að þettta sé eina leiðin sem sé fær í málinu. Ef málið verði ekki samþykkt þurfi að skoða aðrar leiðir. Aðspurður hvort ríkisstjórnin sé þá ekki fallin, svarar hann því til að hún hafi ekki verið mynduð um Icesave. Þegar hann er spurður hvort það gæti ekki þýtt algera einangrun ef við höfnum þessu samkomulagi, svarar hann: ,,Við erum í einangrun. Það er umsátur um Ísland. Það er í því ljósi sem þessir samningar voru gerðir."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert